Kærleikurinn á sér ekki endamörk.

Til mín hringdi kona fyrr í vikunni, sem kallar sig " Gamlan Gaflara " en heitir Margrét Guðmundsdóttir og vildi styðja mig með því að opna söfnun mér til handa, varðandi baráttu mína til að halda þaki yfir höfðinu.

Viðbrögð mín við þessu símtali voru tár, því einhvern veginn fannst mér allt það fallegasta í mannlegri tilveru vera eitthvað sem mér hafði verið auðsýnt af annarri manneskju sem ég þekkti ekki neitt en bjó í mínu bæjarfélagi og var ekki sama um framgang mála.

Við hittumst síðan skömmu síðar og þá kom það í ljós að við eigum það sameiginlegt að hafa starfað með börnum, hún sem kennari en ég sem skólaliði, en einnig er trúin á æðri mátt í öllum hlutum okkur sameiginleg.

Fegurðin í mannsálinni sem og trú á mínu samfélagi og mínu bæjarfélagi jókst til muna við að þessi kona skyldi hafa fyrir því að sýna umhyggju sína mér til handa með þessu móti, sem er ekki aðeins fallegt, heldur einnig vottur um það að eitt samfélag er samfélag manna með skilning og vitund fyrir því hvernig náunganum líður.

Elsku Margrét Guðmundsdóttir, mikilhæfa dugnaðarkona, hjartans þakkir.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband