Um daginn og veginn.

Þegar maður ber sín vandamál á torg eins og ég hefi gert í viðtali við DV, í dag þá skilur venjulega á milli hverjir eru vinir og hverjir kunningjar í raun.

Þannig er það oft, gömul og ný saga, fyrr og nú, en ég þakka þeim sem hafa haft fyrir því að sýna mér stuðning í annars bjálfalegri baráttu við kerfi sem er niðurnjörvað í regluverk sem ekki skilar tilgangi sínum í raun og hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir, frekar en fyrri daginn í vorri íslensku stjórnsýslu allra handa, á stundum.

Skuldir yfirgefa fólk ekki en rétt skal vera rétt og það að stappa niður fæti gagnvart eigin rétti í því efni, hvað varðar það að þær hinar sömu aukist ekki við eitthvað sem ekki er forsendur að finna fyrir lagalega, það má maður gjöra svo vel að standa fyrir að eigin rammleik, hvers eðlis sem er, hverju sinni af
þeim mætti sem til staðar er, til þess hins sama.

Það hefi ég gert gegnum tíðina og mun gera áfram .

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki lesið DV Gmaría mín, en ég veit að þú hefur lent ótrúlega illa í kerfinu, vonandi skilar viðtalið betri viðbrögðum.  Gangi þér allt í haginn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2012 kl. 09:33

2 identicon

Heil og sæl; Guðrún María - sem og aðrir gestir, þínir !

Hafnarfjarðarsýslumanns Skoffínið; verðskuldar áþekka meðferð, og flestir collega hans; meðferð, sem er víst ekki prenthæf, Guðrún mín.

Megi þér vel farnazt; í þinni baráttu - en megi Djöfullinn, eiga þína ofsækjendur, fornvinkona góð.

Með beztu kveðjum; sem æfinlegast, vestur yfir fjallgarð / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 00:56

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil og Óskar og takk fyrir góðar kveðjur.

Ég á hér við að etja ákveðið offar aðila í stjórnsýslu á vegum bæjarins sem hyggjast rifta sama leigusamningi "tvisvar ", fyrir dómi,

með tilheyrandi hækkun skuldar vegna þóknunar við aðkomu lögmanns húsnæðisskrifstofunnar öðru sinni.

Leigusamningi mínum var rift í janúar 2010, og frá því hefi ég ekki getað undirritað nýjan samning, hins vegar greitt áfallna leigu undanfarna mánuði með munnlegu samkomulagi og ósk um frest til að greiða niður skuld.

Tilraun til riftunar samnings fyrir dómi gagnvart einstaklingi, samnings sem ekki er til með framlagningu gagna án undirskriftar minnar frá viðkomandi lögmanni og þeim er sá hinn sami gengur erinda fyrir, er mál sem þarf að lúta skoðun og ég mun þurfa að gjöra svo vel að ganga eftir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.7.2012 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband