Stefnu flokksins var stungið undir stól eftir síðustu kosningar.

Meirihluti flokksráðs viðkomandi stjórnmálaflokks virtist tilbúin til þess að setja stefnu flokksins gegn aðild að Evrópusambandinu, undir stól, til þess að taka þátt í ríkisstjórn með Samfylkingunni.

Það má segja að það sé ein helsta kúvending sem einn stjórnmálaflokkur hefur gert á stjórnmálasviði um langt skeið, hvað varðar að henda frá sér afgerandi stefnu sinni, eftir kosningar.

Óhjákvæmilega minnir þetta agnar ögn á fyrri tíma þar sem gífurleg andstaða fyrrum Alþýðubandalags gegn Nató var við lýði, og " Ísland úr Nató, herinn burt " var sungið á strætum, sem breytti því þó ekki að flokkurinn gat farið í ríkisstjórn með öðrum flokkum og stungið þvi hinu sama undir stól með sama móti og Evrópusambandsaandstöðunni nú.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ég hygg að mörgum sé nóg boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband