" Gunna mín, það er búið að hreinsa botninn.... !
Fimmtudagur, 5. júlí 2012
Þetta sagði pabbi við mig þegar við vorum á fjöru austur undir Eyjafjöllum, en fjara sem áður hafði rekið á þang og skeljar, þegar ég var á barnsaldri, var nú einungis svartur sandur og ekkert annað.
Hann var sjómaður ungur að árum í Eyjum eins og margir aðrir og fylgdist vel með þróun mála í sjávarútvegi á sínum tíma.
Nokkrum áratugum síðar þegar ég fór að grúska og kafa ofan í ýmis mál er varða sjávarútveg og veiðiaðferðir og kerfisskipulag i því sambandi til dæmis neðansjávarrannsóknir Hafrannsóknarstofnunar hér við land, þá fannst mér deginum ljósara að við hvoru tveggja, þyrftum og yrðum að skoða all margt í okkar aðferðafræði í umgengni við lífríki hafsins kring um landið.
Það skiptir máli hvers konar kerfi við notum, hvati að því að henda verðmætum þ.e. hirða aðeins verðmætustu afurðina og henda hinu, þarf að lúta endurskoðun með tilliti til framtíðar.
Friða þarf ákveðið svæði frá þungum veiðarfærum kring um landið , stærra svæði en nú er að mínu áliti, en það gleymist oft hve mjög og hve mikið öll tól og tæki hafa stækkað í áranna rás.
Við munum alltaf veiða fisk Íslendingar en við þurfum að kunna fótum okkar forráð og deilur og erjur um arð af auðlindinni ættu að koma aftar umhugsun um verndun og viðhald til framtíðar.
kv.Guðrún María.
Umhugað um bæta sjálfbærni auðlinda hafsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.