Nýjustu færslur
- 15.2.2021 Mánaðarbið eftir tíma hjá heimilislækni á Selfossi.
- 26.4.2017 Hugleiðing um viðbótarvítamín.
- 20.12.2016 Jólapólítik.
- 23.10.2016 Kosningar framundan.
- 30.5.2016 Ég kýs Davíð Oddson til forseta.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 375333
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Febrúar 2021
- Apríl 2017
- Desember 2016
- Október 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Desember 2015
- Júlí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heimssyn
- nafar
- einarbb
- asthildurcesil
- bjarnihardar
- asgerdurjona
- valli57
- georg
- estersv
- stebbifr
- zumann
- magnusthor
- jonvalurjensson
- tildators
- agny
- utvarpsaga
- launafolk
- kristbjorg
- axelthor
- bookiceland
- gammon
- gagnrynandi
- bergthora
- bleikaeldingin
- ea
- hannesgi
- kristinn-karl
- ekg
- hjolagarpur
- baldvinj
- gesturgudjonsson
- kokkurinn
- malacai
- gattin
- hlini
- gjonsson
- gudjul
- bofs
- gudnibloggar
- gudrunarbirnu
- gudruntora
- jonmagnusson
- heidabjorg
- zeriaph
- gretar-petur
- hallarut
- skulablogg
- hallgrimurg
- hbj
- fuf
- xfakureyri
- morgunblogg
- helgatho
- helgigunnars
- kolgrimur
- hrannarb
- ikjarval
- jevbmaack
- jakobk
- johanneliasson
- jonsullenberger
- jonlindal
- jonsnae
- nonniblogg
- kristjan9
- kjartan
- kjarrip
- kolbrunerin
- lydvarpid
- martasmarta
- morgunbladid
- mal214
- raggig
- runirokk
- seinars
- salvor
- fullvalda
- duddi9
- sigurjonn
- sigurjonth
- siggiholmar
- sisi
- siggisig
- siggith
- lehamzdr
- bokakaffid
- spurs
- saethorhelgi
- valdimarjohannesson
- valdileo
- vefritid
- vestfirdir
- villidenni
- vilhjalmurarnason
- villialli
- brahim
- olafia
- konur
- rs1600
- veffari
- sparki
- lydveldi
- solir
- olafurfa
- omarbjarki
- svarthamar
- thoragud
- thorasig
- icekeiko
- totibald
- valdivest
- olafurjonsson
- fullveldi
- samstada-thjodar
- minnhugur
- lifsrettur
- tryggvigunnarhansen
Virðingin fyrir lýðræði snýst ekki um vinstri eða hægri öfl í stjórnmálum.
Þriðjudagur, 26. júní 2012
Það hefur verið nokkuð forvitnilegt að fylgjast með stuðningsmönnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda forsetakosninga, þar sem svo einkenniega vill til að menn smalast saman líkt og þingkosningar væri um að ræða.
Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnarflokka hafa ekki auðsýnt sérstaka virðingu fyrir embætti forseta Íslands, eftir að sá hinn sami lagði Icesavemálið í dóm þjóðarinnar, og halda mætti á stundum að viðkomandi telji sig hafa einkaleyfi á lýðræðinu meðan " þeirra menn " sitja við valdatauma og þeir hinir sömu geti bara sleppt því bera virðingu fyrir embætti forseta.
Getur verið að þetta sé til þess fallið að byggja upp virðingu og traust í einu samfélagi sem kallar á gildi þess hins sama eftir efnahagshrun ?
Svar mitt er Nei, það er skammarlegt að geta ekki auðsýnt virðingu fyrir lýðræðinu því lýðræðið einskorðast ekki við vinstri eða hægri öfl í stjórnmálum hér á landi, og niðurrif gagnvart réttkjörnum sitjandi forseta Íslands sem umbreytt hefur embætti forseta í átt til aukins lýðræðis er eitthvað sem er í mínum huga þróun til framtíðar.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Við erum fámenn þjóð, Guðrún og fámennið gerir okkur nákomnari hvort öðru.
Vegna þessa fámennis eru flestir tengdir stjórnmálaflokkum á einhvern hátt, jafnvel þó þeir taki ekki neinn þátt í starfi þeirra. Hinum sem eftir er, er svo skipað niður í flokka af "dómurum" þjóðarinnar.
En svo merkilegt sem það er þá eru þeir frambjóðendur sem tengdir eru eða hafa tengst stjórnmálaflokkum, efstir á blaði í þessum kosningum, en þeir sem geta talist hreinir á þessu sviði ná ekki fylgi. Kannski er undirmeðvitund okkar svo sterk, en líklegra er þó að sá sem er þekktur fyrir alþjóð þegar framboð hefst, stendur mörgum fetum framar.
Ólafur er með mest fylgi. Hann byrjaði sem Framsóknarmaður en sneri fljótt á vinstri væng stjórnmála og gekk í Alþýðubandalagið. Þetta var hans forsaga áður en hann var kosinn forseti og síðan hefur hann hallað sér að útrásarvíkingum og nú síðast að þjóðinni. Það síðasta skref hans gerði hann að harðasta Sjálfstæðismanni, í augum stjórnarherranna og þeirra fylgiliði.
Þóra hefur næst mesta fylgið. Hún var vissulega þekkt meðal þjóðarinnar áður en hún bauð sig fram. Fortíð hennar í stjórnmálum er þekkt. Það er hins vegar nútíðin sem er fótahaft hennar. Allir vita hvernig hennar framboð varð til og allir vita hver stendur þar að baki. Ef Ólafur hefði ekki boðið sig fram, hefði framboð Þóru ekki heldur orðið til. Það eru sárindi Samfylkingar sem er grunnur þess framboðs.
Ari kemur í þriðja sætið, nokkuð langt fyrir neðan hin tvö. Hann er vissulega þekktur og á sterka fortíð í stjórnmálastarfi. Þessi ágæti maður, sem væri vissulega mjög frambærilegur sem forseti, hefur þó passað sig að úthýsa þeim tengslum úr þessari baráttu. Kannski hefði hann átt að nota þau tengsl sín meira?
Herdís, Andrea og Hannes reka svo lestina. Þau eru ekki tengd stjórnmáaflokkum og tiltölulega lítt þekkt fyrir þessa kosningabaráttu. Öll eru þau mjög frambærileg og í raun magnað hversu lítið fylgi þau fá.
Það er ljóst að til að komast sem húsráðandi að Bessastöðum er nauðsynlegt að vera vel þekktur meðal þjóðarinnar, áður en stefnan er tekin þangað. Þá skemmir ekki fyrir að vera tengdur stjórnmálaflokki, þó ekki sé nema vegna peninga og kosningakunnáttu þeirra. Ef þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi, geta menn látið vera að bjóða sig fram.
Mestar líkur eru á að Ólafur verði endurkjörinn. Þó gagnrýna megi fortíð hans, bæði áður en hann varð forseti og eins í störfum þess embættis, hefur hann sýnt og sannað að hann stendur með þjóðinni þegar á reynir. Hann lætur ekki stjórnmál vefjast fyrir þegar erfiðar ákvarðanir eru teknar.
Við vitum hvað við höfum, en við vitum ekki hvað við fáum, þegar annar teku við af honum.
Það er svo aftur gaman að velta upp þeirri hugsun hvernig staðan væri ef Ólafur hefði ekki gefið kost á sér áfram.
Það er ljóst að þá hefði framboð Þóru ekki orðið til. Hvort hin fjögur hefðu boðið sig fram er svo spurning, en þó má fastlega gera ráð fyrir því. Eins má ætla að einhverjir aðrir hefðu einnig boðið sig fram.
Hvort einhver einn eða tveir hefðu risið uppúr, eða hvort fylgið væri jafnara, skal ósagt látið. En ljóst er að sama lögmál hefði þó gilt. Þeir sem þekktir eru meðal þjóðarinnar og þeir sem hafa aðgang að fjármunum og kosningavélum stjórnmálaflokka, hefðu átt auðveldara uppdráttar. Við verðum þó að bíða í fjögur ár enn til að sjá þetta svart á hvítu.
Gunnar Heiðarsson, 26.6.2012 kl. 10:28
Sæll Gunnar og takk fyrir gott innlegg.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2012 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.