Um daginn og veginn.

Er búin að vera að skríða inn í skelina undanfarna daga, hálf niðurdreginn yfir mótlæti þar sem mér finnst ég ekki mæta skilningi í ljósi ákveðinna aðstæðna.

Veit ekki, kanski eru minar væntingar bara ofmat af minni hálfu, veit ekki, en eitt veit ég þó að ekki eru allir að vinna hlutina eins og vera skyldi, því miður og viðkvæðið er að vísa á næsta mann sem getur ekkert gert frekar og sá þriðji er í sumarfríi.

Það er gömul og ný saga að þurfa vera á tánum við það að reka á eftir því sem einhver hefur sagt að eigi að gerast innan svo og svo langs tíma og í febrúar lagði ég inn umsókn um örorkulifeyri í minn lifeyrissjóð sem átti að taka tvo mánuði, þá yrði haft samband við mig og ég kölluð í mat, en nú er að verða kominn júli, og ég hringdi fyrir stuttu til að ítreka það hið sama, en hef ekkert heyrt enn.

Just typical...

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ mín kæra, þetta tekur örugglega á.  Reyndu samt að láta þetta ekki draga þig niður.  Láttu þá einfaldlega ekki í friði.  Það virðist ganga best þannig, ef maður er bara nógu ágengur.  Krossa putta og tær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 10:09

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ojú jú mikið rétt Cesil mín, skrifaði eitt bréf í dag ekki hvað síst fyrir þéssa hvatningu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.6.2012 kl. 00:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2012 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband