Við Íslendingar skyldum aldrei framselja fullveldi þjóðarinnar.

Fullveldi okkar Íslendinga er ungt og enn í mótun þeirra lýðræðislegu framfara sem mögulegar eru í fullvalda ríki.

Ráðamenn á hverjum tíma hvoru tveggja þurfa og verða að vera tilbúnir til þess að taka þátt í lýðræðisþróun, sem til dæmis sú ákvörðun forseta Íslands að visa Icesavemálinu til þjóðarinnar, var, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Upplýsinga og stjórnsýslulagasetning var á sínum tíma umbót til framfara ásamt embætti Umboðsmanns Alþingis.

Við getum lengi þróað lýðræði en forsenda til þess að ráða eigin málum í nútíð og framtíð er fullveldi þjóðarinnar, sem aldrei skyldi framselt með einum eða öðrum hætti.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Gmaría, svo sannarlega skulum við aldrei lúffa fyrir Jóhönnu og kó.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2012 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband