Ofsköttun á fólk og fyrirtæki eykur ekki atvinnu.

Það eina sem ég man í fljótu bragði eftir af hálfu sitjandi stjórnvalda í landinu varðandi hvata til vinnu er endurgreiðsla virðisaukaskatts af viðhaldsframkvæmdum sem er gott og gilt í sjálfu sér en dugar skammt til þess að auka atvinnu.

Einfaldara skattkerfi er eitthvað sem ég tel að muni líta dagsins ljós í framtíðinni, þar sem hinn sífelldi kostnaður við útreikninga þess efnis að færa eina krónu úr vinstri vasanum yfir í þann hægri af hálfu hins opinbera heyrir hugsanlega sögunni til.

Jafnframt er það svo að hvati til þess að vinna, og reka fyrirtæki, verður ætíð að vera til staðar og hvoru tveggja tryggingagjald á fyrirtæki sem og tekjuskattur einstaklinga þarf að vera hófsettur í því sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Höfum ekki efni á ójöfnuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband