Enn eru ekki gefin út einkaleyfi á mótmæli í landinu.

Hafa ekki allir leyfi til þess að mótmæla aðgerðum stjórnvalda eða vill Hreyfingin þar flokka menn eftir starfsgreinum og atvinnu ?

Það er mjög fróðlegt satt að segja og vekur upp spurningar um vitund þingmanna um þróun mála til dæmis í sjávarútvegi.

Gapuxagangurinn nær hér nýjum hæðum í máli þingmannsins að sjá má, honum til lítils sóma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Atvinnumótmælendur og þý sægreifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En hafa ekki allir leyfi til þess að mótmæla áróðursbrögðum sægreifanna?

Ég vil bara fá mína fiskveiðiheimild senda heim í pósti og ráðstafa sjálfur.

Málið dautt. Steingrímur óþarfur milliliður.

Sjómenn og þeirra viðurværi á mína samúð en ekki braskliðið.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2012 kl. 02:49

2 identicon

Ég vill líka fá mína fiskveiðiheimild senda heim í pósti. Og alla mína landbúnaðar framleiðslukvóta líka. Útgerðarmenn og bændur geta þá borgað mér beint fyrir að fá að nota auðlindirnar. Ég á eftir að útfæra hvernig best væri að hafa það með allt vatnið, rafmagnið og jarðhitann sem ég á en fæ engan veginn sanngjarnt auðlindagjald fyrir.

sigkja (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband