Stefnufesta í íslenskum stjórnmálum.

Núverandi stjórnvöld í landinu hafa átt í verulegum vandræðum með ýmis mál í sinni stjórnartíð svo sem stjórn fiskveiða og breytingar á kerfisfyrirkomulagi þar á bæ.

Hvers vegna skyldu þessi vandræði vera til staðar ?

Getur það verið að bæði Samfylking og VG, hafi ekkert verið með fastmótaða stefnu um það hvernig ætti að breyta um í þeim hinum sömu málum.

Ég hygg svo vera og þegar menn vita ekki hvert þeir eru að fara þá er erfitt að leggja í gönguferð.

Hvernig skyldi málum háttað hjá stærsta stjórnarandstöðuflokknum Sjálfstæðisflokki hvað þetta varðar, hafa þeir endurskoðað fiskveiðistjórnun ?

Svarið er Nei það hafa þeir ekki gert.

Það hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar gert með ýtarlegri vinnu þar að baki.

Með öðrum orðum það skiptir máli að menn viti hvert þeir eru að fara og hafi bak við sig meirihluta flokksmanna í sínum flokkum við hvers konar breytingar á fyrirkomulagi í einu samfélagi, hvort sem um er að ræða stjórn eða stjórnarandstöðu.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband