Núverandi stjórnarskrá er ekki orsakavaldur að misviturlegum ákvörðunum um eitt samfélag.

Núverandi stjórnarskrá er býsna góð og ég er sammála Ólafi Ragnari varðandi það að hún hafi staðist þá tíma sem við höfum upplifað nú í dag.

Ég var á Austurvelli til þess að mótmæla Icesave og ég gekk á Bessastaði kaldan vetrardag í janúar ásamt miklum fjölda landsmanna til þess að skora á forsetann að undirrita ekki þá hina sömu lagasetningu.

Sú hin sama ganga gleymist ekki í mínum huga því þá var mér hugsað til þess hvert þessi þjóð væri komin þ.e. að ég væri virkilega að ganga út að Bessastöðum til þess að leita til forsetans vegna misviturlegra ráðstafanna í forsjá ríkisins af hálfu sitjandi valdhafa.

Það skyldi hins vegar ekki í huga geymt að sá forseti sem þar sat og situr var á árum áður samstarfsmaður margra núverandi valdhafa sem ekki hafði áhrif á ákvarðanatöku þess hins sama, varðandi það að vísa þessu máli til þjóðarinnar.

Fyrir það eitt var sá hinn sami þá og þegar, forseti þjóðarinnar í einu og öllu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnarskráin stóð af sér eldraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband