Vita menn eitthvað hvert þeir eru að fara ?

Hverra hagur er það að drepa núverandi fyrirtæki
í útgerð á Íslandi með sköttum?

Vissulega má hækka gjöld á núverandi fyrirkomulag fiskveiða en forsenda fyrir slíku hlýtur að vera sú að meðalhófsregla stjórnarskrárinnar sé virt hvað varðar skattlagningu og breytingar á því hinu sama frá einum tíma til annars, hvort sem um er að ræða þessa atvinnugrein eða aðrar hér á landi, alltaf á öllum tímum.

Algjörlega burtséð frá því hvort mönnum finnst núverandi kerfi gott eða vont.

Finnist mönnum kerfið vont þá eiga þeir að hafa dug í sér til þess að framkvæma breytingar á því hinu sama með annars konar hugmyndafræði þar að lútandi en slíkar breytingar koma ekki til með einhliða offari einhverra valdhafa með gjaldtöku sem rústar núverandi fyrirkomulagi starfsseminnar.

Þeir hinir sömu valdhafar geta ekki gumað sig af breytingum á kerfisfyrirkomulaginu sem slíku.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Öll vinna í nefndinni til einskis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Er ekki bara verið að reyna að fá eitthvað af því fé sem að þessir rányrkjupúkar eru búnir að annaðhvort stinga undan eða lána og tapa til vina og vandamanna í fjárglæfrageiranum?

Miðað við hvað þessum mönnum hefur tekist að skuldsetja svokallaða grunnstoð Íslands þá ætti að þjóðnýta þetta yfir línuna og fá hæft fólk við stjórnvöllinn...fólk sem hefur engra hagsmuna annara að gæta en að skila sinni vinnu af heiðarleika og trausti, hugtök sem hafa tapast í peninga og valdafínk þeirra einstaklinga sem fara með stjórn þessara fyrirtækja.

Sama mætti segja um lífeyrissjóðina sem í dag eru búnir að sleppa stikkfrí frá einu stærsta mafíusvindli íslandssögunnar....svindl sem að kostaði okkur hundruði milljarða, og þeir yppa bara öxlum og segja úps!

En í ESB vill ég ekki fara.

Ellert Júlíusson, 31.5.2012 kl. 09:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innlitið og þína skoðun Ellert.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2012 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband