Offjárfestingar í tækjum og tólum til verksmiðjuframleiðslu ?

Mín skoðun er sú að hvers konar hugmyndir um hagræðingu í íslenskum landbúnaði hafi því miður að hluta til verið ofurseldar ákveðinni verksmiðjuvæðingu í atvinnugreininni á þann veg að fjárfestingarkostnaður í ofurtólum og tækjum til framleiðslunnar, sem áttu að skila svo og svo miklum hagnaði, hafi verið verulega ofmetinn.

Hér þarf að sníða stakk eftir vexti og stuðla að því að minni einingar í landbúnaði geti þrifist samhliða þeim stærri eins og ég tel einnig eiga við í sjávarútvegi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tekur þrjú ár að selja 45 jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Alveg er ég sammála þér Guðrún María,hef alltaf verið á móti þessum verksmiðjubúskaps tilraunum enda ganga þær sjaldan upp,ef þarf að kaupa allt vinnu afl að þá gengur dæmið ekki upp. Skepnunum líður verr það er verulega gaman að vinna að hóflega stóru fjölskyldubúi og hagræðing og afkoma verður betri, hef töluverða reynslu af því. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunnar að það eigi að setja þak á beingreiðslur frá ríkinu og miða þær við gott fjölskyldubú.

Ragnar Gunnlaugsson, 30.5.2012 kl. 02:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir hvert orð.  Lítil og meðalstór bú eru einingar þar sem hlúð er betur að hverri skepnu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 08:38

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ragnar.

Já, einmitt þetta þak á beingreiðslur í þessu sambandi er málið, í þessu sambandi. Þökk fyrir innleggið.

Sæl Cesil, takk fyrir þitt innlegg.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.5.2012 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband