Sveitarfélög á svæðinu upplýsi íbúa um viðbrögð við náttúruvá.

Mikilvægasta atriðið að ég tel, varðandi hvers konar viðbrögð við náttúrvá, er það að íbúar á hverjum skika á höfuðborgarsvæðinu viti fyrirfram hvert á að fara ef yfirgefa þarf heimili sín.

Það er óhugsandi að treysta á rafmagn inni við slíkar aðstæður og samtímis boðskipti þar að lútandi.

Ef slíkar upplýsingar eru ekki fyrir hendi fyrirfram þá eru góð ráð dýr þar sem allir í einu kynnu að æða út í sín ökutæki og allar leiðir yrðu tepptar.

Ég hef aldrei fengið eitt stykki stafkrók frá einum eða neinum hér á höfuðborgarsvæðinu um þetta mál, búandi í þremur sveitarfélögum í um það bil þrjá áratugi.

Mér hefur oft verið hugsað til þess að á sínum tíma átti ég í bréfaskriftum við Almannavarnir og ráðherra varðandi almannavarnaáætlun undir Eyjafjöllum sem mér fannst ekki nógu gott að væri ekki til staðar þegar fyrst hófst ris í Eyjafjallajökli, en sú áætlun var eigi að síður komin áður en gos þar hófst og nokkru áður höfðu íbúar fengið upplýsingar um það hvert þær ættu að fara og safnast saman við slíka náttúruvá.

Því hinu sama er hins vegar ekki að heilsa hér á þessu fjölmennasta svæði landsins, og ég hvet sveitarstjórnarmenn á svæðinu að skoða þessi mál, því það er á verksviði sveitarstjórna að upplýsa íbúa í þessu efni í samráði við almannavarnir.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Fylgjast þarf með Krýsuvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband