Um daginn og veginn.

Mér hefur nú þótt nóg um að vera með þessa hundleiðinlegu verki í bakinu öllum stundum, þótt ekki kæmi eitthvað því til viðbótar, en get ekki betur séð en ég hafi prjónað yfir mig, ég sem var svo ánægð með að geta setið og prjónað, verð víst að gjöra svo vel að endurskoða magn þess hins sama.

Að vísu gerði ég aðeins fleiri æfingar í sjúkraþjálfun á fimmtudaginn við að toga lóð niður, en get samt ekki séð það sem ástæðu þessa vandamáls.

Öxlin fraus á laugardagskveldið og ég svaf ekki fyrir verkjum aðfaranótt sunnudags og gat ekki lyft hendinni frá líkamanum, þvílíkt og annað eins ástand, tók svo verkjalyf og svaf allan sunnudaginn.

Máltækið " lengi getur vont versnað " kom óhjákvæmilega upp í hugann þrátt fyrir allar helstu tilraunir til bjartsýni.

Verkurinn linaðist og ég er skárri núna en svona er lífið, alltaf eitthvað nýtt.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Guðrún María; æfinlega !

Vona; að þú eigir góða daga, inn á milli.

Andstyggilegt; á allan máta, ekki sízt fyrir fólk, sem svo víðs fjarri ellimörkunum er, eins og í þínu tilviki, Guðrún mín.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 01:27

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þökk fyrir það Óskar minn, góðar kveðjur til þín.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.5.2012 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband