Getur það verið að stjórnarflokkarnir viti ekki hvert skal stefna í fjárfestingum sem slíkum ?

Meðan Samfylkingin vinnur að því að koma fjárfestingum erlendra aðila á koppinn, er samstarfsflokkurinn VG, að virðist því hinu sama andsnúinn.

Þessir flokkar eru saman í ríkisstjórn landsins !

Umræða um fjárfestingar sem slikar er eitthvað sem stjórnmálamenn hafa einfaldlega ekki rætt við almenning í landinu sem heitið geti en afstaða heimamanna úti á landi er eðli máls samkvæmt lituð af vonum og væntingum um atvinnu sem er af skornum skammti á þessu landssvæði.

Þetta mál er því eitt dæmi af fleirum sem kemur upp þar sem stjórnmálamenn og þar með sitjandi stjórnvöld í landinu ganga í hringi fram og til baka án þess að fyrirliggjandi stefnumótun sé til staðar, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is 10 ára samningur Huangs við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband