Ísland í vonanna birtu.
Fimmtudagur, 3. maí 2012
Ég hefi löngum álitið það að bjartsýnin sé forsenda viljans til þess að finna lausnir á vandamálum hvers konar.
Það atriði hversu mjög við kunnum að velta okkur upp úr vandamálum öllum án þess að benda á leiðir til breytinga hverju sinni, hefur að mínu viti mikið með það að gera hvort eitthvað umbreytist eða ekki.
Öll hin gífurlega " hrunumræða" fjölmiðla í landinu hefur verið álíka yfirtoppuð og umfjöllunin um hina guðdómlegu útrás íslenskra fjármálafyrirtækja var þegar peningarnir uxu á trjánum.
Mikið til hefur sú umræða leitast við að finna sérstaka sökudólga hverju sinni gagnvart almenningi í landinu sem er afar einföld uppsetning í raun og engum spurningum velt upp í formi bjartsýni um framtíðarúrræði til þess að reisa landið við.
Að horfa yfir sviðið fram í timann er eitthvað sem afskaplega lítið sést af hér á landi nema í einstökum þröngum viðfangsefnum.
Væri það ofverk ríkisfjölmiðla að taka fyrir vangaveltur um efnahagsþróun næstu tuttugu ára hér á landi svo eitt dæmi sé tekið ellegar skipulag mála í atvinnuvegum matvælaframleiðslu ?
Kanski hefur eitthvað farið framhjá mér í umfjöllun þeirri sem ég gagnrýni skort á og biðst ég þá velvirðingar á slíku, hins vegar skora ég á alla að draga fram lengri sýn á viðfangsefni líðandi stundar en það eitt gefur komandi kynslóðum von og vilja til betrumbóta í komandi framtíð.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl, það er ekki nokkur leið að vera bjrartsýnn á neitt sem við kemur velferð lands og þjóðar,meða þessi ömurlega ríkisstjórn situr sem fastast,og gerir ekki nokkurn skapaðan hlut,nema til bölvunar.
Þórarinn Baldursson, 3.5.2012 kl. 02:04
Það styttist í kosningar Þórarinn.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.5.2012 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.