Um daginn og veginn.

Gekk minn göngutúr niður í bæ í dag og blessuð vorblíðan lék um vanga, það var gott að ganga úti í íslenska vorinu nú eins og alltaf.

Ungir athafnamenn urðu á vegi mínum sem voru að gera tilraunir til þess að dýfa fótum í kaldann lækinn sem rennur undir Reykjanesbrautina og ég hugsaði á ég að segja eitthvað við þá um að passa sig, en ég sleppti því þar sem ég hefði sennilega verið í sama leik á þeirra aldri. Þeir voru þrír saman, þannig að hefði einhver dottið út í hefði annar látið vita.

Skömmu síðar rakst ég á fleiri athafnamenn sem voru að klifra á tréverkinu sem lá að Reykdalsvirkjuninni á sama aldri og hinir og ég sagði við þá, " strákar mínir passið ykkur að detta ekki, það er hátt fall niður... " Þeir fóru til baka, og ég var fegin.

Það er hins vegar ætíð svo að afskiptasemi hins fullorðna á stundum við og stundum ekki, svo er og verður.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband