Laun fyrir fulla vinnu nægi til framfærslu, það er barátta launamanna alla daga ársins.
Þriðjudagur, 1. maí 2012
Ég lít svo á að umsamin laun fyrir fulla vinnu einstaklings sem hefur störf vinnumarkaði eigi að geta verið nægileg til þess að sá hinn sami geti lifað í einu þjóðfélagi á hverjum tíma.
Verkefni þeirra er semja um það hið sama er því að sjá til þess að svo sé, með öllum þeim baráttuaðferðum sem samtök launamanna eiga í sínum fórum.
Ég ber ómælda virðingu fyrir konum eins og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur heitinni sem á sínum tíma náði fram ýmsu því sem aðrir síðar sömdu af sér en voru hlunnindi í formi launa í því félagi sem hún stóð fyrir.
Verkalýðshreyfingin hér á landi hefur undanfarin ár og áratugi í heild, því miður ekki verið þess umkomin að standa nægilega vörð um kjör launþega í landinu og látið það viðgangast að lágmarkslaun fullvinnandi einstaklings á vinnumarkaði nægi ekki til framfærslu eftir skatta.
Um tima voru útskýringarnar þær að launahækkanir mættu ekki raska stöðugleikanum í íslensku þjóðfélagi og þess vegna áttu verkamenn að samþykkja tveggja til þriggja prósenta launahækkanir meðan laun bankastjóra í fjármálafyrirtækjum á mánuði voru sem nam ævilaunum verkamanns.
Ennþá er að afdalaskipulag við lýði að stjórnir verkalýðsfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða sem er ekkert lýðræði, og mætti vel kalla krosseignatengsl þar sem lífeyrissjóðirnir fjárfesta í atvinnufyrirtækjum á markaði og stjórnir verkalýðsfélaga standa síðan í samningum við um kaup og kjór.
Þennan hring þarf að rjúfa og finna annað og betra skipulag en þetta og það er verk Alþingis að skoða þau hin sömu mál.
Hagsmunavarsla launamanna skal aldrei fara í flokkapólítík forystumanna félaga launamanna því launamenn hafa mismunandi pólítískar skoðanir eins og sjúklíngar á sjúkrahúsum, eða vegfarendur á vegum landsins, eðli máls samkvæmt.
Við höfum nóg að hæfileikaríku fólki til að gegna forystu sem kann að skilgreina hagsmuni launamana og berjast fyrir þeim án þess að ganga erinda pólítiskra flokka í leiðinni.
Varðstaða um kjör launamanna er nægilegt verkefni nú sem fyrr og sú barátta fer fram alla daga ársins ekki aðeins 1. maí.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Guðrún.
En vertu viss, ef einhver gerist svo ósvífinn að fá Gylfa Arnbjörnsson til að messa í dag, þá mun hann ekki minnast á þessi mál. Hann mun ekki tala um það réttlæti að hver launamaður ætti að geta lifað af launum sínum, hann mun ekki tala um vanda heimila landsins. Gylfi mun einungis tala um hversu slæm krónan sé og evran góð og hversu gott sé að vera í ESB.
Gylfa hefur tekist, á þeim stutta en þó allt of langa tíma, sem forseti ASÍ, að stór skaða þessi samtök. Hvort skaðinn sé orðinn varanlegur, eða hvort hægt sé að lækna samtökin, er óvíst. Forsemnda þess að hægt sé að meta það er að Gylfi yfirgefi þessi samtök að fullu og öllu!
Gunnar Heiðarsson, 1.5.2012 kl. 07:22
Takk fyrir Gunnar, mjög svo sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2012 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.