Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar skyldu ætíð ópólítiskir vera.

Hver sá er gegnir forsvari fyrir hagsmunasamtök einstakra hagsmuna í þessu tilviki launamanna, hefur að mínu viti ekkert umboð til þess að tala fyrir félagsmenn sína að þeim forspurðum, alveg sama hvaða málefni þar á í hlut.

Það er engin furða að krafa um atkvæðagreiðslu í einu pólítisku máli sé fram komin þegar menn hafa talað með því móti sem forystumenn hafa því miður orðið uppvísir.

Eitt helsta hagsmunamál launamanna á Íslandi er að aftengja verkalýðshreyfingu alfarið pólítik en þar veldur hver á heldur og endurnýjun í forystusveit þar á bæ, lítil sem engin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Styrmir: Verkalýðshreyfingin efni til atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá einstaklingur sem er "ópólítískur", þarf að láta rannsaka sig sérstaklega. Lífið er jú allt ein pólítík. Skólamál, heilsugæsla, stjórnsýsla, örorkulífeyri, ellilífeyri, launamál og svona er hægt að telja endalaust. Er þetta ekki pólítík? Einstaklingur sem ekki hefur skoðun um þessi mál á hvergi að vera í stjórnun, og því síður í verkalýðsbaráttu.

og svona í framhjáhlaupi síst af öllu forseti. Að endingu, fólk á að þora að standa við skoðanir sínar.....

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband