Hin efnahagslegu mistök, veðsetningar á óveiddum fiski.
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Það er afar sérkennilegt hve mjög stjórnmálamenn annarra flokka en Frjálslynda flokksins koma sér hjá því að hafa skoðun á kvótakerfi sjávarútvegs og ekkert sem farið hefur framhjá almenningi. Hvers vegna ? Jú gömlu fjórflokkarnir á Alþingi og þingmenn þeirra tengast meira og minna inn í ákvarðanatöku um núverandi skipulag mála hið arfavitlausa í raun. Þess vegna er þögnin og sáttahjalið um kerfið við lýði. Kerfi sem þó hefur kostað eitt þjóðfélag allt of mikið í fórnarkostnaði við rekstur þess hins arna í núverandi mynd, braskkerfis umsýslu peninga. Braskkerfi þar sem örfáum aðilum hefur verið fengið heimild til þess að gera restina af íslenskum sjómönnum að þrælum án frelsis til atvinnu. Kerfi sem upphaflega gat lokkað lífeyrissjóðina til fjárfestinga í óveiddum fiski á þá nýfæddum hlutabréfamarkaði hér á landi, en lífeyrissjóðirnir sitja í umboði verkalýðsfélaganna í landinu sem skipa í stjórnir þeirra. Sökum þess lét einn fyrrum forsætisráðherra sér þau munn um orð fara að allir landsmenn væru þáttakendur í útgerð, á sínum tíma. Frá þeim tíma hefur nokkuð vatn runnið til sjávar og upphafleg markmið þessa kerfis týnd eða á ferðalagi tilrauna til þess að finna eitthvað til að fylla í göt efnahagslegrar verðmætasóunar sem falist hafa í skipulaginu frá upphafi. Lögleiðing framsals og leigu aflaheimilda millum útgerðaraðila eru mestu stjórnmálalegu mistök Alþingismanna alla síðustu öld og þeir hinir sömu munu þurfa að axla þau hin sömu mistök.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.