Hvar er stefnumótun stjórnvalda um sjálfbærni eins þjóðfélags ?

Sjálfbært þjóðfélag kemur ekki að sjálfu sér til þess þarf samræmda stefnumótun sem fylgt er eftir, þar sem áhersla á lífrænan landbúnað, sjávarútveg í sátt við umhverfi sjávar, vatnsafl til virkjana rafmagns, og hvers konar sparnað mannsins í orkueyðslu til lengri og skemmri tíma, í sínu nánasta umhverfi.

Frænka mín benti mér á það að í gær hefði verið kona í Silfri Egils að tala um það sama og ég hefi oft rætt við hana um, sem er það atriði að huga þurfi að því að menn vinni nálægt heimilum sínum til þess að spara orkukostnað og uppbyggingu við samgöngumannvirki.

Ég lít svo á að hvert sveitarfélag ætti að stuðla að slíku með öllum þeim aðferðum sem mögulegar eru til þess hins sama.

Jafnframt þarf að huga að því á landsvísu að hvers konar þjónusta kunni að vera þjóðhagslega hagkvæmari í smærri einingum í námunda við íbúa en leitan um langveg í slikt með tilheyrandi orkukostnaði.

Undanfarna áratugi höfum við bókstaflega drekkt okkur í forsendum stærðarhagkvæmni hvers konar sem sannarlega þarf að endurskoða en því miður þurfti ofurverð á eldsneyti fyrst að koma til svo slík endurskoðun færi að koma inn í umræðu þessa.

Ég skora á sveitarfélögin að hafa frumkvæði að sjálfbærni innan sinna vébanda sem og siitjandi stjórnvöld að kynna heildstæða áætlun í þessu efni.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband