Illindi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart sitjandi forseta lýðveldisins.

Báðir ríkisstjórnarflokkarnir VG og Samfylking hafa enn ekki jafnað síg á því að forseti lýðveldisins skuli hafa vísað Icesavemálinu til þjóðarinnar og gripið þannig fram fyrir hendur fyrstu vinstri stjórnar í landinu.

Þvílíkt og annað eins niðurrif gagnvart embætti forseta hefur ekki áður sést hér á landi að mínu áliti og halda mætti að viðkomandi hafi ætlað sem svo að forsetinn sem kom úr röðum vinstri manna hafi átt að dansa eftir því sem vinstri stjórninni datt í hug, hversu mjög svo sem menn kynnu að hafa villst af leið, eins og ekkert væri....

Evrópumarkaðsdansáhugamannahópurinn hefur dansað með ríkisstjórnarflokkunum varðandi það atriði að tala niður forsetaembættið svo mest sem verða má og að sjá má styður nú nýja frambjóðendur til forseta líkt og líklegt sé að sitjandi forseti verði felldur.

Sami áhugahópur vildi samþykkja fyrstu Icesavesamningana, osfrv....

Evrópudansleikurinn er í boði eins íslensks stjórnmálaflokks Samfylkingarinnar í andstöðu við meirihluta íslensku þjóðarinnar sem ekki var spurð um hvort ætti að sækja um inngöngu áður en haldið var af stað í þá vegferð, það var öll lýðræðisást þess flokks í samstarfi við VG sem sveik sína kjósendur með samþykkt þeirrar vegferðar.

Stuðningur fylgismanna þessara flokka við frambjóðendur til forseta gegn sitjandi forseta mun verða ein enn afskræming á hinni " meintu lýðræðisást " og hlægilegur sjónleikur í alla staði.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér GMaría með þessari niðurrifsstarfssemi um forsetaembættið sýna þeir allri þjóðinni dónaskap.  Maðuriinn var jú kosinn af þjóðinni beinni kosningu.  Ekki bara einu sinni heldur þrisvar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband