Frelsi til handfæraveiða þarf að vera hluti af fiskveiðistjórn á Íslandi.
Laugardagur, 24. mars 2012
Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fá menn notið þess. Það gildir um fiskveiðistjórn sem annað.
Ég er ekki sammála Skúla varðandi það atriði að stærri leigupottar séu forsenda nýliðunnar í greininni, einfaldlega vegna þess að ég tel að ákveðinn hluti af veiðiheimildum hér við land eigi að vera frelsi til veiða með gjaldi fyrir tól og tæki og gjaldtaka af VEIDDUM afla sem landað hefur verið á markað.
Ég tel að einungis þeir sem fyrir eru í greinninni hafi möguleika á því að ganga í leigupotta til að leigja kvóta aðrir ekki, þ,e, þeir sem hafa tól og tæki til staðar með til greiddum gjöldum af slíku.
Það er ekki stórkostlegur vandi að sníða frelsi til handfæraveiða stakk að þvi leyti að takmarka vélarstærð báta og hámark afla per bát , veður og vindar sjá síðan um aðrar takmarkanir á sóknagetu þess konar veiða með handfæri sem aldrei munu þurfa að vera ógn við lífríkið með handfærum.
Þetta er hins vegar spurning um frelsi sem til handa sjómönnum til þess að sækja ser lífsbjörg til sjós sem verið hefur hluti af landsins gæðum frá örófi alda og kann að skipta meginmáli við breytingar hvers konar á fiskveiðistjórnun hér við land, hvað sátt varðar.
kv.Guðrún María.
Pottarnir verði stækkaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það þarf að hætta kvótakerfinu algjörlega. Hafa ekkert í nokkur ár til að gera það að staðreynd. það er eins og fólk sé dáleitt eða eitthvað þaðan af verra. Að sjálfsögðu á á ekki að hefta frelsi handfæraveiða. Það þarf enga hugsun í krinum það mál...bara pólitíkusa sem EKKI eru spilltir. Akkúrat núna eru ekki svo margir sem EKKI eru spilltir...
Óskar Arnórsson, 24.3.2012 kl. 01:47
Ég tek undir orð Óskars. Við nákvæma athugun, þá finnst ekki löglegur stafkrókur fyrir því að fólk hafi ekki frelsi til handfæraveiða við strendur landsins.
Það þarf að greina á milli áróðurs frá spilltum hagsmuna-aðilum og staðreyndunum. Ef einhver fullyrðir að frjálsar handfæraveiðar séu ólöglegar, þá er sá hinn sami að vitna í lög sem ekki eru til, og því ólöglegt að banna slíkt sjálfsagt frelsi til að bjarga sér á skaðlausan hátt.
Það er satt sem Óskar segir að það er eins og fólk sé dáleitt eða eitthvað þaðan af verra. Okkur var gefið vit til að nota það á réttlátan og heilbrigðan hátt, og best að fara að nota það til þess, en ekki elta lygar frá svikurum og ræningjum í embættum, bæði hérlendis og erlendis. Hagnaður af strandveiðum er gríðarlega vanmetinn, og hagsmunaaðilar tala hann alltaf niður með lygum og áróðri. Við höfum vit á þessu sjálf, og þurfum ekki ráðleggingar frá ræningjum. Hlustum á þá sem segja satt um þessi mál!
Það þýðir ekkert að bíða eftir að ræningjar skili ránsfengnum. Það verður að sækja hann með aðgerðum og tilheyrandi fyrirhöfn. Alþýða þessa lands á að standa saman um svo sjálfsagðar og siðferðislega réttar aðgerðir. Það dugar ekki að elta kúgara og kvalara til að ná fram sjálfsögðu réttlæti. Í svona spilltu klíkusamfélagi, eins og er á Íslandi, dugar ekkert annað en hörku-aðgerðir í þágu alþýðunnar.
Að horfa á fiskinn vanveiddan í sjónum, og mega ekki veiða hann sér til bjargar, í staðinn fyrir að leita til hjálparstofnana til að fá mat, er bannað samkvæmt öllum mannréttindareglum. Okkur ofbýður að Afríkubúar skuli svelta við hliðina á matarbirgðum, sem nota á til að kúga fólk! Er þetta eitthvað skárra á Íslandi?
Undirstaðan undir alla menntunina og framfaraverkefnin, er að mega skapa raunveruleg verðmæti, sem ekki er stolið út úr landinu, af spilltum sérhagsmuna-greifum. Það þarf raunverulega verðmæta-sköpun, sem ekki skaðar lífríkið, til að standa undir framförunum og nýjungunum. Bankar skapa ekki raunveruleg verðmæti, heldur bara ránsbólu-skuldir og örbirgð fyrir þorra almennings.
Mér finnst oft eins og hámenntað fólk, sem ekki hefur fengið reynslu af að skapa raunveruleg verðmæti, skilji ekki þessa staðreynd. Það er sorglegt að vera búinn að læra svo mikið bóklegt, að sannleikurinn um raunverulega verðmætasköpun, sem er undirstaða vistvænna eðlilegra framfara, hefur glatast.
Ég ásaka menntamála-yfirvöld síðustu áratuga fyrir þessa vanrækslu við nemendur! Við þurfum ekki heilaþvotta-skóla, sem kenna siðlausa ræningjaviðskipta-loftbólu-hagfræði, heldur þurfum við skóla sem kenna réttlátan raunveruleikann í heildarmynd!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2012 kl. 06:24
Kannski eru tvö ár síðan það heyrðist að leyfis til að veiða á trillubáti handa Fjölskylduhjálpinni hefði verið synjað.
Ef það er satt þá er um klaufaskap að ræða því öllum á að vera heimilt að nýta fiskimiðin til að seðja hungur sitt.
Árni Gunnarsson, 24.3.2012 kl. 16:25
Takk fyrir innleggin, ég lít reyndar svo á að ef einhver trillukarl kysi að veiða fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar, þyrfti ekki annað en umboð frá þeim hinum sömu, því hver maður má veiða sér í soðið að mig minnir 25 kg á ári.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.3.2012 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.