Vilja stjórnmálamenn " samfélag í kassa " ?

Þetta er ágæt hugleiðing hjá Páli Ólafssyni varðandi það atriði hvers konar skipulag við höfum áskapað okkur hér á landi, þar sem til dæmis meint jöfnunarfyrirkomulag hvað varðar tekjutengingar hvers konar hefur fyrir löngu síðan ekið út í skurð í skipulaginu.

Hví skyldi það vera ?

Jú það eru upphæðirnar sem Alþingi tekur ákvörðun um að tekjutengja sem um tíma þegar skattleysismörk voru fryst varð til þess að stórir hópar á vinnumarkaði lentu sem skilgreindir undir fátæktarmörkum því ekki voru þau hækkuð, en krónutala var nær hin sama um það leyti.

Jafnframt kom einhvern tímann til sögu að skattlagning var sett á styrki hvers konar sem aftur þýddi það að tilgangur styrkja þessarra valt um sjálft sig í raun.

Samtenging almannatrygginga og skattkerfisins sem og félagslegra þátta er fyrir löngu síðan komin í sjálfheldu skipulagsins, þar sem verið er að færa krónur og aura fram og til baka innan kerfisins með tilheyrandi tilkostnaði við slíkt, sitt á hvað.

Það er því mjög þarft að velta fyrir sér skipulaginu sem og þeim áherslum sem það kann að endurspegla.

kv.Guðrún María.


mbl.is Viljum ekki samfélag í kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband