Fjármunavarsla lífeyrissjóða launamanna skal og skyldi vera óháð pólítikusum og atvinnurekendum.

Pólítískt kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum, hvort sem um er að ræða hér í Hafnarfirði eða annars staðar eiga ekki að koma nálægt fjárfestingum í lífeyrissjóðum launamanna, algjörlega burtséð frá þvi hvaða flokkur á í hlut.

Sama máli gildir um atvinnurekendur almennt, þeir hinir sömu sitja hinum megin borðs í kjarasamningum og eiga ekki undir neinum formerkjum að hafa nokkuð um fjármuni launamanna sinna að segja.

Fjármunavarsla þessi er innheimt með lagaboði og ábyrgð þeirra er hafa slíkt með höndum skyldi í samræmi við það hið sama.

Því miður skortir all mikla samræmingu á þessu sviði hér á landi þar sem alls konar sérsjóðir hafa verið settir á fót, með að virðist lítilli heildaryfirsýn.

Það tók mig til dæmis nokkur símtöl við leit að réttindum mínum þar sem ég var fyrst upplýst um réttindi í Eftirlaunasjóð þessum en síðar kom í ljós að akkúrat er ég hóf störf hafði verið breytt um og mínar greiðslur fóru til Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.

Þangað beindi ég erindi minu sem tekur þrjá mánuði sagt og skrifað þrjá mánuði að afgreiða.....

kv.Guðrún María.


mbl.is „Útúrsnúningar og afneitun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband