Hversu sjálfbært samfélag viljum við byggja ?

Hin gegndarlausa neysluhyggja er eitthvað sem sannarlega er þörf að velta fyrir sér í samhengi við sjálfbærni eins samfélags.

Hvers vegna erum við með mikið magn af ræktuðu landi sem liggur ónýtt til landbúnaðarframleiðslu ? Gætum við ekki reynt að leyfa framleiðslu sem lýtur að þörfum smærri eininga, öllum til hagsbóta ?

Hvers vegna erum við með heimsins bestu fiskimið allt í kring um okkar land án þess að sjómenn hafi frelsi til handfæraveiða sér til sjálfsbjargar sem og tekjuaukningar fyrir smærri samfélög sjávarbyggða ?

Getur verið að umhverfisverndarmenn hafi ekki séð skóginn fyrir trjánum varðandi nöldur um vatnsaflsvirkjanir hér á landi, þar sem breytt skipan mála í gömlu atvinnuvegunum gæti hugsanlega skilað þjóðinni tugum prósenta meiri sjálfbærni en það atriði að fresta vatnsaflsvirkjunum eða minnka umfang þess hins sama ?

Nýliðun og fjölbreytni við atvinnusköpun sem og ný tækifæri þar sem umgengni manna við landið er í samræmi við virðingu við móður náttáru er eitthvað sem framtíðin ber í skauti sér að mínu viti.

Lífrænn landbúnaður og fiskveiðar án botnveiðarfæra eru framtíðarsöluvara á heimsmarkaði matvæla.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Lífrænn landbúnaður og fiskveiðar án botnveiðarfæra eru framtíðarsöluvara á heimsmarkaði matvæla"

hver getur verið ósammála þessu.

Stefán (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband