Umhverfisáætlun, sjálfbærrar þróunar, hvar er hún ?
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Raunin er sú að núverandi stjórnvöld hafa ekkert staðið sína pligt varðandi umhugsun og umhyggju um móður jörð. Fyrst er þar að nefna skipulag atvinnuveganna þar sem orkusóun og eyðsla einkennir skipulag allt. Sjávarútvegur og landbúnaður hér á landi hefur ekki þróast nokkurn skapaðan hlut nema til hins verra hvað varðar smærri og færri einingar í stað stórra og fárra með stórkostlega eyðslufrek tæki og tól til framleiðslu hvers konar sem og fækkun starfa samtímis. Því til viðbótar hefur vægast sagt misviturt skipulag kvótatilfærsluheimilda landshluta milli orsakað eyðslu og sóun þjóðarbúsins á skattfé í tvo áratugi að minnsta kosti. Núverandi fjárfestingar í sjávarútvegi eru ekki að skila þeim arði sem að var stefnt frekar en kerfi sjávarútvegs þeim árangri sem upphafleg markmið stóðu til. Íslenskur landbúnaður er að hluta til í sömu sporum offjárfestingaæðibunugangs til handa stórra eininga í stað færri og smærri. Færri og smærri skila nefnilega meiri arði í raun og gera meira í leiðinni sem er það að nytja land í stað þess að landið farið í auðn. Land sem hefur verið ræktað fyrir styrki af skattfé landsmanna gegnum tíð og tíma og því þar spurning um nýtingu verðmæta til framtíðar. Það hefur ekki verið lyft litla fingri í formi þess að sporna gegn bílaeign per landsmann þótt ekki hafist undan að byggja samgöngukerfi innanbæjar fyrir allan bílafjöldann. Á sama tíma er gjaldtaka af almenningssamgöngum og þær jafnvel skertar sem er stórfurðulegt. Hjólreiðastígar eru ekki til samfelldir á fjölmennasta svæðinu , frekar verið um að ræða framkvæmdir við að malbika ofan í hjólför eftir nagladekk ofurbílafjöldans ár hvert þar sem íbúar höfuðborgarsvæðis hafa þá og þegar andað að sér svifryki þessa ofurbílaflota allra handa.
Það er aumt ef þessi ríkisstjórn getur ekki komið slíkri áætlun fram nú um stundir.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fór nú norður á Akureyri í nóvember, það er greinilega ekki hægt að ferðast á milli á vetratíma nema vera á jeppa eða trukkum, slíkir eru vegirnir í ófærð og fannfergi. Það vaknaði óneitanlega upp sú hugsun að hér þyrfti að gera gögn svo forðast megi verstu fjallvegina. Einnig að það ætti að vera hægt að ferðast um Kjöl. Þar er aftur upp sú sama staða að það er verið að gera vegi fyrir þá sem eru á kraftmestu tækjunum, þess vegna undrar það mann ekki að hjólreiðastígar eigi upp á pallborð. ;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.2.2007 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.