Um daginn og veginn.

Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram þótt maður sé ekki lengur hluti þeim sem getur farið til sinnar vinnu hvern dag.

Ég er svolítið fúl yfir því að fá þetta hálkuvesen aftur núna, því þá get ég ekki gengið mína göngutúra, en hef farið í sund til að hreyfa mig, en hreyfingin skiptir mig máli til þess að halda mögulegum styrk til athafna og koðna ekki niður.

Ég hef fundið mér verkefni við að prjóna, og ef ég passa mig á því að sitja ekki of lengi í einu við það þá slepp ég við verkjavesen.

Ég er í sjúkraþjálfun einu sinni í viku sem hjálpar til við að minnka verkjatilstand.

Ég reyni að velta mér ekki upp úr því hvernig ég er, því það hið sama bætir ekki ástandið og maður verður að halda áfram í því vona að kanski geti maður orðið aðeins skárri með tímanum.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband