Vonlaus vinstri stjórn, sem sér ekki fram fyrir kjörtímabilið.

Á öllum tímum er meintur sparnaður í viðhaldi eitthvað sem kemur í bakið með auknum kostnaði síðar, hvort sem um er að ræða vegi eða hús.

Niðurskurður hins opinbera sem annars vegar orsakar tap til framtíðar sem og veldur því að enn frekari stöðnun kemur til sögu í hagkerfinu vegna framkvæmdaleysis, er gamla formúlan að " spara aurinn en kasta krónunni ".

Því miður er það svo að ríkistjórnir sjá oft einungis framtíðina í kjörtímabilum og það atriði að sýna tölur á blaði i formi sparnaðar fyrir kosningar sem bera á vott um vitræna ráðstjórn er all venjulegt fyrirbæri hér á landi.

Samt er það þannig að menn hafa ekki skorið niður óþarfa kostnað í stjórnkerfinu sem færa má undir ráðuneyti sem málaflokka, áður en menn fara í það að skera niður viðhald í vegakerfinu, sem er og verður dæmi um sýndarmennsku og óskynsamleg vinnubrögð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Opinberar framkvæmdir dragast saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband