Núverandi ráðamenn í ríkisstjórn landsins lögðu þessa óvissuferð um stjórnskipun.

Það er sannarlega rétt hjá Ólafi að sú óvissa um stjórnskipun sem endurskoðun stjórnarskrár leiðir af sér, er ekki boðleg þjóðinni, hvað þá að ætla að leggja í kosningu samhliða forsetaframboði þar sem frambjóðandi hefur ekki minnstu hugmynd um hvers konar embætti viðkomandi á að gegna, þar sem málið er í vinnslu.

Núverandi ríkisstjórn er höfundurinn að þessari hugmyndafræði stjórnleysis og ringlulreiðar sem er í raun nægilega mikil á sviði efnahagsmála nú þegar, þótt ekki komi einnig til óvissa um stjórnskipun landsins á sama tíma.

Raunin er sú að núverandi stjórnarmeirihluti virðist hafa horn í síðu forsetans þar sem sá hinn sami tok fram fyrir hendur ríkisstjórnar og vísaði Icesavemálinu til þjóðarinnar, og hvort ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum, með óvissu um embættið á að vera búmerang í því efni, er ekki gott um að segja, en kæmi ekki á óvart.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forsetinn gagnrýnir stjórnlagaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Það er mikið til í því sem þú segir Guðrún María. Ekki er nokkur vafi í mínum huga að þessi ríkisstjórn hefur allt á hornum sér varðandi forsetaembættið, og þá sérstaklega málskotsréttinn. Hvernig væri að fella þær tillögur sem lúta að nýrri stjórnarskrá á þessum tímapunkti og eins og þú bendir réttilega á vegna óvissu um stjórnskipun landsins.

Annars er ýmislegt í þeim tillögum sem fram kom hjá stjórnlagaráði sem ég mundi vilja sjá í stjórnarskrá, en svo er annað sem ég mundi fella og er reyndar búin að því fyrirfram. Það er ósköp lélegt af hálfu ríkisstjórnar að fara í kosningar um nýja stjórnarskrá á sama tíma og þjóðin fær ekki að sýna vilja sinn gagnvart ESB.

Sandy, 28.2.2012 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband