Hugmyndir um hækkanir eru brot á meðalhófsreglu stjórnarskrárinnar.

Það er ekki of mikið um það að vakin sé athygli á broti á meðalhófsreglu varðandi ákvarðanir stjórnvalds um hækkanir og Júlíus Vífill á þakkir fyrir það að vekja athygli á því hinu sama.

Raunin er sú að það stjórnvald sem tekur ákvarðanir skal ALDREI , ég endurtek aldrei hækka hvers konar gjöld eða skatta í einu lagi sem nemur helmingi frá því sem var fyrir.

Núverandi ríkisstjórn hefur gerst sek um slíkar gjaldahækkanir á einu bretti og Reykjavíkurborg heggur hér í sama knérunn.

Hér þarf að setja fram stjórnsýslukæru að mínu viti og vonandi finnast aðilar sem ganga fram með slíkt því það er algerlega óviðunandi að hvers konar stjórnvald leyfi sér að sniðganga meðalhófsreglu í stjórnvaldsathöfnum óhóð því hver situr við völd, hvar og hvenær.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is „67% hækkun út úr kortinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband