Pólítískur hrærigrautur ólíkra sjónarmiða í þrívídd.

Ég tel að betrumbætur á hinu pólítíska umhverfi hér á landi séu ekki í sjónmáli varðandi hin nýju framboð þar sem afskaplega ómótuð stefna er fyrir hendi að virðist, og eins og venjulega er einn kóngur eða keisaraynja sem fer fyrir einu stykki hóp og síðan hefjast deilur um innri mál er líður á samstarfið og skýra þarf stefnumál til hlýtar.

Reynsla mín af stjórnmálum til þessa hefur kennt mér margt einkum þó það að málefni skyldi ætíð hefja ofar mönnum hvarvetna og hin heimskulega smákóngabarátta um völd og embætti hefur fyrir löngu síðan siglt á sker og flokksstofnanir kring um einn og einn mann er því miður angi af slíku smákóngaveldi sem tilkomið er af þröngsýnnni eiginhagsmunahyggju alla jafna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Möguleikar nýju framboðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fullkomlega sammála. Sýnist nýja framboðið losa sig við föringjaræðið, svo það verður gaman að fylgjast með.

Villi Asgeirsson, 12.2.2012 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband