Almannavarnaáætlanir á höfuðborgarsvæðinu, hvar eru þær ?

Þátturinn Landinn í ríkissjónvarpinu vakti upp spurningar um almannavarnaráætlanir á höfuðborgarsvæði ef náttúruhamfarir kæmu til sögu á svæðinu.

Það var þörf umfjöllun, því ég tel að raunin sé sú að almenningur almennt hafi ekki minnstu hugmynd um það til dæmis hvert viðkomandi ætti að fara ef hugsanlega þyrfti að yfirgefa heimili sín.

Ég álít að nú þegar ættu að vera til staðar áætlanir sem hefðu verið almennilega kynntar íbúum um hvert viðkomandi eigi að fara, sökum þess að traust á boðskipti
við slíkar aðstæður er allt annað en fyrirfram kynnt áætlun.


mbl.is Jarðskjálfti upp á 3,8 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru of uppteknir við að eyðileggja alla hlíðar í þorpum og bæjum úti á landi, en leggja ekki í aðalverkefnið sem væri að vernda borgarbúa, það gæti nefnilega reynst of stórt verkefni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2012 kl. 11:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Já verkefnið er sennilega of umfangsmikið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.2.2012 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband