Megi góður Guð styðja og styrkja þá sem syrgja.

Ég hygg að enginn sé ósnortinn eftir frásögn unga mannsins sem komst af úr sjóslysinu við Noreg.

Lýsing hans var eins og að lesa heila bók um atburðinn, þar sem hetjuleg þrautseigja, harka og dugnaður hjálpaði þessum unga manni.

Ég bið góðan Guð að styðja og styrkja alla þá er syrgja sína nánustu úr þessum harmleik.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ég ætla ekki að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má svo sem spyrja sig hvers vegna ''góður'' Guð sá sér ekki þá fært að þyrma þeim til að byrja með?

Annaðhvort gat hann það ekki og þá ansi getulaus eða hann vildi það ekki og þá ekki mjög góðhjartaður.

Bara pæling.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 10:10

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Guðrún María ég tek undir hvert orð hjá þér.

Jón Ferdinand við þig langar mig að segja að mannssálin er óútreiknanleg oft á tíðum og tölum ekki um þegar að fólk mætir ögurstundu sinni og þér að segja þá getur ótrúlegur kraftur læðst úr læðingi og hver sem skýringin á því er þá er til bæn þar sem talað er um að trúa á tvennt í heimi tign er æðsta ber, Guð í alheimsgeymi, Guð í sjálfum þér...

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.2.2012 kl. 12:42

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Tek undir með ykkur ágætu konum. Jón Ferdínand má hins vegar skammast sín fyrir sín ummæli sem eru afar smekklaus og óviðeigandi í garð allra hlutaðeigandi þessa hörmulega slyss.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.2.2012 kl. 15:19

4 identicon

Guðmundur hlífðu mér við þessari helgislepju þinni. Sá sem ætti að skammast sín eruð þið Guðsdýrkendur sem haldið því fram að hann sé góður.

Heldurðu að það sé ekki ónærgætið fyrir aðstandendur hinna látnu að þið blaðrið endalaust um þennan góða Guð sem getur allt og lét samt ástvini þeirra deyja?

Þau þeirra sem eru trúuð líður væntanlega ekki vel með það að þessi góði Guð sem á að geta svarað bænum sá sér greinilega ekki fært að veita þessum sjómönnum hjálparhönd og þau þeirra sem eru hugsanlega trúlaus líður væntanlega ekki vel með það að fólk eins og þið poppið upp alltaf upp þegar einhvers konar hörmungar ríða á og viljið endilega troða þessum ''góða'' Guði ykkar og helgislepju upp á alla.

Þannig að éttann sjálfur herra siðapostuli.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 15:54

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Ferdinand ég get ekki ýmyndað mér að nokkrum líði vel yfir þessum atburði hvort sem hann er trúaður eða ekki og hvað er Guð eða æðri máttur hafa margir viljað fá svar við og engin sem ég veit um fengið svar. Það sem lætur okkur hverjum og einum líða betur á vissulega að ráða en bænin virkar og er viðurkennd sem hin Hvíti galdur eða var síðast þegar ég vissi vegna þess að máttur hennar virkar og eru til bækur um það.

Það er bara verið að hugsa góðar hugsanir til allra þeirra sem sárt eiga núna vegna þessa og hvernig hver og einn hugsar sér sínar hugsanir þar á ekki að álasa fyrir heldur á frekar að þakka fyrir góða hugsun hvort sem hún er gerð í bæn eða ekki vegna þess að sannað þykjir að hún virkar. Hver og einn velur sér sína leið í hugsun sinni.

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.2.2012 kl. 16:40

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

sem hinn Hvíti galdur á að vera, fyrirgefist mér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.2.2012 kl. 16:41

7 identicon

Það var nú bók nokkur skrifuð um kall að nafni Múhameð fyrir þónokkru, kallast Kóraninn þú kannast kannski við það?

Bara þó eitthvað sé skrifað um, Ingibjörg gerir það ekki autómatíst satt, því miður.

Til eru þó rannsóknir sem hafa verið gerðar þar sem hópur af fólki sem þurfti að fara í hjartaaðgerðir er skipt í hluta sem beðið er fyrir og hluta sem ekki er beðið fyrir og sýndi þessi rannsókn sem framkvæmd var í yfir áratug  og með yfir 1800 sjúklinga að bænir bera engan árangur.

Fólkinu sem var beðið fyrir meira að segja átti til að ganga verr, en það er talið vera vegna þess að þau vissu að beðið var fyrir þeim og höfðu gert sér óraunhæfar væntingar.

Tengill á fréttina um þessa rannsókn: http://www.nytimes.com/2006/03/31/health/31pray.html?pagewanted=all

Með bestu kveðjum og vinsemd í huga 

Jón F.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 17:24

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek heils hugar undir með Jóni Ferdínand.

hilmar jónsson, 2.2.2012 kl. 20:52

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Svo virðist að ég megi ekki ræða um minn Guð, nema fá til mín trúlausa til þess að, bera á borð sitt trúleysi í tíma og ótíma, en sjálf er ég ekki að leita uppi blogg trúlausra og leyfi þeim að hafa sitt trúleysi i friði.

Kanski þarf ég að endurskoða þá afstöðu mína og koma með trúboð á siður trúlausra í tíma og ótíma ?

Mig óraði ekki fyrir því mönnum væri það siðvant að sjá ekki hvar og hvenær athugasemdir sem slíkar eiga við.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.2.2012 kl. 23:26

10 identicon

Ég var einungis að gagnrýna þig Guðrún fyrir að ota guðs þíns tota við svona sorglegar aðstæður.

Það er einfaldlega ósmekklegt og kolrangt af þér að vera að vísa í þennan ''góða'' Guð þinn á svona stundu, þar sem hann getur bókstaflega ekki verið góður þegar svona harmleikur fær að gerast. Punktur.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband