Við upplifum gróðurhúsaáhrifin með öfgum í kulda eða hita.

Til eru þeir sem enn afneita gróðurhúsaáhrifum sem tilkomin eru af völdum mannsins.

Ég er ekki ein af þeim og tel mig hafa melt það mikið af vitnesku þess efnis að geta vitað að maðurinn og athafnir hans hafa áhrif á umhverfið, þar með talið veðurkerfi jarðar.

Allar þær aðferðir sem við getum notað og nýtt til þess stuðla að aukinni endurnyjun í lífkeðjunni með minna mengandi samgöngutækni og tólum hvers konar til framleiðsluaðferða matvæla fyrir mannfólkið er eitthvað sem þarf að vera í vitund og sinni hvers hugsandi manns.

kv.Guðrún María.


mbl.is Harðasti vetur síðan 1984
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Til eru þeir sem telja að breytingar á veðurfari séu til komnar vegna þúsunda kjarnorkusprengna sem sprengar voru í tilraunaskyni á fjórða áratugnum og marga áratugi á eftir.

 Svo eru einnig til þeir sem telja að breytingar í veðurfari sé hluti af ferli jarðar í alheimslegum skilningi og að það sé stigmögnun á breytingum í veðri vegna þess að himintunglin séu að nálgast beina línu við það sem er talið miðja alheims, ferli sem tekur 36 ár og skeður á 26 þúsund ára fresti og einnig á helming þess tíma nema hvað hinintunglin eru þá í andverðri línu, Þetta fólk telur að þessi staða himintunglanna geri það að verkum að að rafsegulsvið jarðarinnar veikist og geislar utan frá eigi auðvelda leið inn í gufuhvolf jarðar og hafi áhrif á hitastig jarðar. Hafðu í huga að NASA hefur staðfest þessa beinu línu himintunglann, en NASA hefur einnig gefið út að það sé ekkert að óttast því ekkert muni ske.

En hvað vitum við, við gátum bara reiknað þetta út fyrir nokkrum árum, á meðan Mayar reiknuðu þetta út fyrir þúsundum ára. Er virkilega það mikið spunnið í okkar vísindi ef við erum bara rétt að uppgötva hluti sem fornar siðmenningar vissu fyrir þúsundum ára?

En já. svo eru aðrir sem telja að breytingar í veðurfari séu vegna þess að við erum að setja svo mikið af efnum í andrúmsloftið sem eru að veikja ósónlagið plús það að við erum að höggva niður svo og svo mikið af trjám á ári hverju.

Málið er að enginn veit nákvæmlega hvað er að ske en í mínum huga þá er ekki snefill af vafa að ef við værum að hafa áhrif á jörðina vegna þess að við erum að brenna kol og olíum þá væri fyrir löngu búið að setja gíðurlegar hömlur á þessa bruna og setja alla krafta í að finna upp á leiðum til að finna nýja og betri orkugjafa. Er verið að því? Nei, það er frekar verið að hamla þróun á því sviði því það er ennþá til kol og olía til að brenna.

Kannski vinna þessir þættir, og jafnvel fleiri til, við að valda þeim breytingum í veðurfari sem hafa verið að stigmagnast undanfarin ár. En útskýrir það auknar jarðhræringar, svo sem eldgos, jarðskjálfta, jarðris og sig, og svo ekki sé talað um aukinn hraða rafsegulsviðs norðurpólsins, og hann er kominn upp í 40 kílómetra á ári núna og hraðinn eykst á hverri mínútu. Vísindamenn hafa ekki hugmynd um hvað muni ske þegar segulpóllinn hafi færst nægilega, eða of mikið.

Eina sem er visst í þessu öllu Guðrún mín er að ef þú ætlar að mynda þér upplýsta skoðun á breytingum veðurfars þá verður að lesa þér meira ti því fréttamiðlar segja ekki alla söguna, í raun segja þeir bara brotabrot og þeir vitna bara í stjórnmálamenn sem hafa aldrei stigið fæti inn í heim vísinda, og já þeir vitna í visindamenn sameinuðu þjóðannasem nota bene hafa verið staðnir að því aðhagræða og hreint út falsað skýrslur.

Núna hefur þú smá auka vitneskju og þá er það þér í sjálfval sett hvort þú viljir afla þér upplysinga eða hvort þú viljir láta mata þig.

Tómas Waagfjörð, 1.2.2012 kl. 04:13

2 Smámynd: Rebekka

Innlegg Tómasar er mögulega með því verra bulli sem ég hef séð.

Til eru þeir sem telja að jörðinni sé haldið uppi af fjórum fílum sem standa á baki risastórrar skjaldböku.  Til eru þeir sem halda að jörðin sé flöt.  Til eru þeir sem halda að heimsendir verði á þessu ári einmitt vegna þess að dagatal Maya rennur út.  Þessir "þeir" hafa ekki rétt fyrir sér.

- Við höfum ekki hugmynd um hvar miðja alheimsins er.  Að auki er þessi miðja merkingarlaus, því fjölmargir aðrir hlutir í geimnum, sem eru staðsettir nær jörðinni, hafa mun meiri áhrif á jörðina heldur en einhver miðja sem gæti verið milljarða ljósára í burtu.

- Rafsegulsvið jarðarinnar er breytilegt, en staða himintunglanna ræður ekki breytileikanum.  Áhrif þyngdaraflsins frá hinum plánetunum á jörðina er hverfandi miðað við þyngdaraflsáhrifin frá sólinni.  Einnig verður rafsegulsviðið fyrir áhrifum frá sólvindum og einfaldlega snúningi jarðarinnar.

- Hvað nákvæmlega reiknuðu Mayar út og hvernig vissu þeir svosem hvar miðja alheimsins ætti að vera staðsett?

Ein ástæða þess að við erum ekki komin lengra en þetta með að hætta að nota kol og olíu sem orkugjafa er sú að það er mjög dýrt að þróa nýjar aðferðir, og þeir sem eiga olíuna og kolin eru mjög fjársterkir og ekki endilega hlynntir því að láta loka á gullnámuna sína.  Það er ekki nóg að koma bara með löggjöf sem bannar olíu og kol, það þarf eitthvað að koma í stað þeirra, annars fer allt á annan endann.

- Vísindamenn hafa nokkuð góða hugmynd um hvað getur gerst þegar segulpólarnir færast til, enda eru þeir alltaf á hreyfingu og hafa jafnvel haft endaskipti nokkrum sinnum.

Núna hefur þú smá auka vitneskju og þá er það þér í sjálfval sett hvort þú viljir afla þér alvöru upplýsinga eða hvort þú viljir lesa bull af internetinu, skrifuðu af fólki sem græðir pening á því að hræða aðra með tröllasögum.

Rebekka, 1.2.2012 kl. 12:35

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Rebekka mín, ef þú hefðir haft fyrir því að skilja það sem ég skrifaði þá hefðir þú tekið eftir að þarna stóð "það sem er talið miðja alheims" og ég tók aldrei fram hverju ég trúi heldur tók ég fram atriði sem aðrir telja vera ástæðu veðurfarsbreytinga.

En endilega haltu áfram að setja orð í munn annarra, það er víst auðveldara en að leggja réttan skilning í skrif annarra.

En hvað er ég að rökræða við þig, þú veist greinilega betur heldur en geimferðarstöfnun bandaríkjanna NASA sem hefur staðfest þessa væntanlegu stöðu himintunglanna.

Eða kannski er bara auðveldast að trúa vísindamönnum SÞ sem hafa verið staðnir að því að hagræða og falsa skýrslur.

Tómas Waagfjörð, 1.2.2012 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband