Hvað þýða skert útgjöld til málaflokka hjá ríki og sveitarfélögum ?

Margsinnis hefi ég ritað og rætt um það að skilgreina eigi þjónustustig af hálfu hins opinbera varðandi lögbundin verkefni, þar sem almenningi er ljóst hvaða sveitarfélag heldur uppi þjónustu samkvæmt ákveðnum staðli um gæði þjónustu sem þau hin sömu veita. Sama á við um þjónustu er ríkið hefur með höndum.

Á tímum samdráttar þar sem skera þarf niður fjárframlög til hinna ýmsu málaflokka er þörfin fyrir slíkt enn ríkari þar sem almenningi er með skiljanlegu móti veittar upplýsingar um það hvað hið sama þýði um gæði þjónustu, fyrir og eftir niðurskurð fjárframlaga.

Auðvitað vilja allir sem sitja við stjórnvöl hverju sinni láta sinn hlut lita vel út og skilgreint þjónustustig gæða hinnar opinberu þjónustu því ekkert spennandi.

Hver og einn einasti þegn sem greiðir skatta á hins vegar kröfu um að að hafa jafnstöðu varðandi veitta opinbera þjónustu og hvers konar mismunun þar að lútandi á allsendis ekkert að vera fyrir hendi, hvernig svo sem menn koma til með að leysa þau mál.

Almennningur í landinu þarf að vita hver gæði þjónustu eru, hvort sem um er að ræða menntun, heilbrigði eða snjómokstur.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband