Læknum ber að afhenda Landlækni slíkar upplýsingar.

Það er sérkennilegt ef Landlæknir fær ekki upplýsingar sem eftirlitsaðili um hvers konar lækningastarfssemi í landinu, og það atriði að þær séu persónugreinanlegar er eitthvað sem embættið hlýtur að geta farið með rétt eins og læknarnir sjálfir.

Raunin er sú að ef sjúklingur leitar til Landlæknis og óskar eftir aðstoð við að fá þessar upplýsingar gegnum hann sem eftirlitsaðila, þá er læknum skylt að afhenda þær embættinu.

Það er því ótrúlegt að sjá þennan fyrirslátt í þessu sambandi af hálfu lækna og félaga þeirra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Munu ekki afhenda upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ennfremur benda læknar á í yfirlýsingunni að fjölmargar konur hafi leitað til lýtalækna og lagt bann við að persónugreinanlegar upplýsingar verði sendar til landlæknis."

Hafi landlæknir ekki lagaheimild til að krefjast þessara upplýsinga og meðhöndla þær eins og sagt er þá hafa læknar skyldu gagnvart sínum skjólstæðingum. Vilt þú að læknar sýni kæruleysi með persónulegar upplýsingar skjólstæðinga sinna og landlæknir sniðgangi landslög?

Spurningin er ekki hverjum er treystandi fyrir upplýsingunum heldur hverjum má samkvæmt lögum afhenda þær. Mat þitt, mitt, lækna eða læknafélagsins á því hverjum er treystandi kemur málinu ekkert við.

sigkja (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband