Og þeir þvo hendur sínar af fyrri afgreiðslu málsins, eða hvað ?

Níutíu prósent flokksmanna Samfylkingar í Reykjavík vilja hefta málfrelsi á Alþingi að virðist, þegar kemur að tillögu um það að endurskoða aðferðafræði þingsins varðandi það að senda einn mann til að ákæra en sleppa flokksmönnum Samfylkingarinnar í þeirri hinni sömu atkvæðagreiðslu.

Samt sátu báðir þessir flokkar saman við stjórnvölinn, er hrunið dundi yfir.

Með öðrum orðum, það virðist eiga að gera upp hrunið með þvi að gæta þess vandlega að ekki falli kusk á hvítflibba eigin flokks, með málamyndarsjónleik hér að lútandi um vandlætingu á því að samþykkja ekki tillögu um frávísun.

Það færi betur að þakka fyrir það að menn gætu myndað sér sjálfstæða skoðun á málinu, eftir fyrri aðferðafræði flokksins á þinginu.

kv.Guðrún María.


mbl.is 90% fundarmanna ósátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl Guðrún, hrunið hófst með frjálsu framsali á fiskinum okkar, við það löskuðust byggðir

landsins, Halldór Hermannsson f.v. skipstjóri skrifaði góðar greinar sem ég ætla að hveta hann til að gefa út, Þessi mál um þjófnað manna á eignum almenings sem menn kalla

hrun eru ekki ný af nálinni, í Þýskalandi fyrir c.a 20.árum var sjóðaræningjum bannað að koma heim nema að þeir greiddu c.a. 75% það skilaði góðum árangri.

Bernharð Hjaltalín, 26.1.2012 kl. 04:24

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bernharð.

Ég er sammála þér með það að frjálsa framsalið var upphafið að þeim Hrunadansi sem íslenskt samfélag hefur gengið gegn um.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.1.2012 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband