Áttu aldrei að leggjast af.

Því ber að fagna ef menn vilja nú stuðla að því að hefja strandsiglingar að nýju, í stað þess að vera með alla flutninga á vegunum eins og verið hefur um tíma.

Mín skoðun er sú að þessar siglingar hafi aldrei átt að leggjast af, en batnandi mönnum er best að lifa og vel að menn skuli nú vera með þann kost uppi á borðinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Strandsiglingar hefjist að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Guðrún, strandsiglingar áttu aldrei að leggjast af.

Samkvæmt skýrslu starfshóps innanríkisráðherra kemur fram að reikna megi með því að 70 þúsund tonn af vörum muni flytjast af vegum landsins yfir í skipaflutninga strax á fyrsta ári og aukast síðan eftir það. Það þarf a.m.k. 2.500 flutningabíla til að flytja 70 þúsund tonn af varningi. Það munar vissulega um að létta þeim flutningum að þjóðvegakerfinu og mun spara ríkinu einhverja aura í viðhald þeirra.

Staðreyndin sem oft gleymist í þessari umræðu er að vegakerfið hjá okkur ber ekki alla þá þungaumferð sem á það er lagt. Hver lestaður flutningabíll sem um vegina fer er á við marga tugi ef ekki hundruði fólksbíla, varðandi álag og slit þeirra. Kostnaður ríkisins af viðhaldi vegakerfisins hefur stór aukist vegna þess að allir vöruflutningar færðust yfir á vegakerfið.

Það ber því vissulega að fagna þessu útspili Ögmundar og vonandi að það komist í framkvæmd. Það er til hagsbóta fyrir þjóðina.

Gunnar Heiðarsson, 25.1.2012 kl. 01:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rétt hjá ykkur þetta er svo sannarlega gleðifréttir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 14:30

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Gunnar það er rétt að kostnaðurinn var vanmetinn í þessu sambandi.

Sammála Cesil, góð tíðindi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.1.2012 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband