Um daginn og veginn.

Þorri genginn í garð og sól hækkar á lofti, von um betri tíð með blóm í haga, vex með birtunni.

Argaþras stjórnmálanna tekur á sig hinar ýmsu myndir eins og venjulega og nú er það efst á baugi að stjórnarsinnar eru að tapa sér yfir því að Alþingi skuli ekki hafa vísað frá tillögu um að ræða ákæru á Geir Haarde fyrir Landsdómi.

Í mínum huga jafngildir það því að vilja ekki málfrelsi um mál, sem er afskaplega sérkennileg niðurstaða.

Alþingi er ákærandi í þessu máli en í stað þess að þeir fjórir sem þingnefnd lagði til að færu fyrir Landsdóm, varð aðeins einn eftir þar sem Samfylkingin sá fyrir þvi í atkvæðagreiðslunni að forða sínum mönnum.

Það varð hneisa þinglegrar meðferðar þessa máls og setti málið allt á núllpunkt i raun.

Þeir sem ekki sjá það enn eiga eftir að átta sig á því hinu sama.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband