Hvar er Lýðheilsustofnun í stóra saltmálinu ?

Vantar ekki eina stofnun enn í málið til þess að uppfræða almenning um það hvort nokkur áhætta er á ferð, varðandi saltið ?

Næstu daga munum við væntanlega sjá tilkynningar frá hinum einstöku fyrirtækjum, hverja á fætur annarri um notkun þessa salts eða ekki notkun þessa salts ásamt þvi að eftirlitsstofnanir leita logandi ljósi að eigin ábyrgð innandyra.

Svolítið sérstakt að þetta saltmál kemur í kjölfar þess að Reykjavíkurborg vildi ekki salta í hálkunni um daginn en kúventi svo viðhorfinu og nú er saltað út og suður, þar sem í nágrannasveitarfélögum.

Vonandi verður þetta mál til að vekja menn til vitundar um það að vera á tánum í eftirliti hvers konar en ég hélt að gæðastaðlar í þessu efni væru fyrir hendi og ekki væri hægt að fara framhjá þeim hinum sömu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stofnanir deila um salt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allt iðnaðarsalt á lagerum matvælafyrirtækja ætti auðvitað að innkalla með það sama og bjóða þeim sem hafa notað það í matvæli að borga sektina með því að þeir dreifi þessu í staðinn á svellbunkana á götum borgarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2012 kl. 09:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugmynd Guðmundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2012 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband