Náttúruöflin sjá um seltuna.

Ég hef sjaldan séð glugga eins þakta salti og nú eftir þetta veðurgúlp, en það þarf nokkuð góða rigningu til að hreinsa það af.

Við getum hins vegar þakkað fyrir það hér á höfuðborgarsvæðinu að hafa rafmagn inni eins og venjulega en ég man ekki eftir alvöru rafmagnsleysi frá því ég fluttist á mölina.

Blikkið í kvöld varð eigi að síður til þess að kveikt var á kerti til vonar og vara ef slægi út, og kaffi lagað á könnuna til öryggis.

Við erum hins vegar ansi háð rafmagninu og oft hefur mér verið hugsað til þess að ekkert er víst að fólk eigi almennt tæki sem ganga fyrir rafhlöðum ef á þyrfti að halda, til dæmis til þess að hlusta á tilkynningar í útvarpi.

Jafnframt eru rafræn viðskipti það víðtækur máti að rafmagnsleysi hamlar sennilega flestu í þvi sambandi nú í dag.

Ég held að það sé ágætt að hugleiða hvað ef... einkum og sér í lagi þegar við erum minnt á það að rafmagn sé ekki endilega sjálfsagt með blikki eins og í kvöld.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísing og selta olli trufluninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband