Forvarnir eiga að byggjast á fræðslu um afleiðingar.

Það er nokkuð rétt að lítill áróður hefur verið hafður uppi varðandi það atriði að við eigum við vandamál að etja í formi ofþyngdar hér á landi.

Hins vegar er sjálfsagt að geta þess sem verið er þó að reyna en mér skilst að það standi til að skrifa upp á sérstaka hreyfilyfseðla af hálfu lækna, ef ég hef tekið rétt eftir sem er mjög gott mál.

Áhættuþættir hvað varðar stoðkerfi líkamans eru miklir einkum þegar liður á ævina og slit fer að segja til sín, jafnframt eru blóðþrýstingsvandamál fylgifiskur hjá mörgum.

Persónulega hefi ég þurft að taka þessi mál til skoðunnar, þar sem ég get ekki hreyft mig nema takmarkað eftir slys og afleiðingar þess, s.s, get ekki hlaupið, en þarf að nota og nýta það að geta gengið um það bil hálftíma á dag, án þess að verða verri af mínum vandkvæðum.

Vegna veðurfarsins og verri aðstöðu til gönguferða, þá reyni ég að passa mataræðið enn frekar, meðan það varir.

Það er allt til þess vinnandi að losna við það að safna á sig aukakílóum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aðgerða er þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband