Sveitarfélög eiga að sjá um að losa stíflur úr niðurföllum, eða hvað ?

Því miður er það verulega sýnilegt hve mikill vilji virðist vera fyrir hendi til þess að skera niður nauðsynlega þjónustu í tíðarfari því sem ríkt hefur um skeið hér á Suðvesturhorninu.

Höfuðborg landsins kemur ekki vel út í þeim samanburði svo mikið er víst, og hálf furðulegt að sjá talin upp tæki, innan við fimmtíu að störfum á svo stóru svæði sem raun ber vitni að undanförnu.

Sveitarfélögin hljóta að þurfa að vera þess umkomin með eigin tækjakosti að takast á við veðurfar hér á landi, nú og til framtíðar og án efa þarf að endurskoða fyrirkomulag aðferðafræðinnar allra handa í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikið um stífluð niðurföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband