Umræðan í Silfri Egils í dag.

Venju fremur góður þáttur í dag hjá Agli, en það vildi til að tveimur mönnum bar þar saman um eina tegund af meintri spillingu í voru þjóðfélagi, varðandi það atriði að fjármunavarsla og skipun í stjórnir lífeyrissjóða í landinu, væri ámælisvert atriði.

Þetta voru þeir Stefán Jón Hafstein og Jón F.Thoroddsen.

Ég er þeim innilega sammála, jafnframt er það út úr kú að vinnuveitendur skuli einnig komnir í stjórnir lífeyrissjóðanna, gjörsamlega út úr kú.

Meðan við launþegar höfum látið þetta yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust, ásamt þvi að alþingismenn látið sér þetta skipulag líka, þá breytist nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur.

Það heitir að snúa hlutum á haus að lífeyrissjóðir séu nú nýttir til þess að halda fyrirtækjum gangandi á markaði undir formerkjum " Framtakssjóðs ", vegna efnahagslegrar niðurdýfu í einu þjóðfélagi.

Tilgangur og markmið verkalýðsfélaga í landinu er í uppnámi að minu viti og hefur verið nokkuð lengi, þar sem hagsmunavarsla sú sem vera skal til handa launþegum er illa eða ekki sýnileg, meðan flest snýst um vörslu lífeyrissjóðanna sem eru samtengdir félögunum og forystumönnum þar innan dyra eins og staðan er í dag.

Þar hvoru tveggja þarf og VERÐUR að skilja á milli.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband