Verkalýðshreyfing þessa lands verði án pólítískra hagsmunatengsla í forystu félaga.

Það er ástæða fyrir því að afdalalýðræði svo sem það að stjórnir verkalýðfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða enn þann dag í dag, og sú ástæða er einfaldlega sú að stjórnmálaflokkar hafa ekki viljað rugga bát verkalýðshreyfingarinnar nokkurn tímann og því ekkert verið endurskoðað svo áratugum skiptir.

Jafnframt hefur það verið talið fínt að einstakir leiðtogar verkalýðsfélaga hér og þar skreyti framboðslista flokka til þings eða sveitarstjórna ellagar hoppi úr verkalýðsbaráttu í stjórnmál.

Ekkert er eins fjarstæðukennt í raun því verkalýðsleiðtogar eiga að gera sér far um það að vera ópólítískir vegna þess að launþegar kjósa sannarlega ekki sömu flokka og það atriði að reyna að teyma launþega í einstökum félögum í ákveðna stjórmálaflokka af hálfu forystumanna í félögunum er fáránlegt í alla staði, sama máli gildir reyndar um hagsmunabaráttu hvers konar er menn takast á hendur.

Seta leiðtoga í félögum í framboði fyrir einstaka flokka hefur orsakað andvaraleysi þeirra hinna sömu gagnvart launþegum setjist sá flokkur við stjórnvöl sem þeir hinir sömu tilheyra, því miður.

Verkalýðshreyfingin þarf því að aftengja sig pólítiskum hagsmunatengslum til þess að eiga trúverðugleika.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkið ekki staðið við sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband