Davíð Oddsson er einn af allt of fáum stjórnmálamönnum, með bein í nefinu.

Ég hef lengi borið virðingu fyrir Davíð Oddsyni fyrir það atriði einkum og sér í lagi " að hafa bein í nefinu " og þora að ganga gegn straumi ríkjandi tíðaranda.

Það þýðir hins vegar ekki að allt sem hann hefur staðið fyrir á sínum stjórnmálaferli sé eitthvað sem ég get skrifað undir, hins vegar varði ég hann kvenna mest varðandi fjölmiðlafrumvarpið fræga sem kom fram á sínum tíma, ekki hvað síst vegna þess að sýnilegt var að hagsmunaaðilar þáverandi höfðu dregið allar fljótandi fleytur á sjó í umræðu þessarri, til að berjast fyrir eiginhagsmunum í þessu efni.

Á sama tíma virtist það afar heppilegt pólitiskt fyrir vinstri flokkana í landinu að gera Davíð að grýlu persé, og frá þeim tíma hefur andstaða við hann verið helsta límið í stjórnmálastarfi þeirra hinna sömu, sem er afar sýnilegt í pistlum stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar hér á Moggablogginu.

Má í því sambandi rifja upp að hluti manna flúði af Moggablogginu þegar Davíð varð ritstjóri, eins hjákátlegt og það er.

Ég hygg að fáir landsmenn hafi gengið gegnum eins mikla orrahríð allra handa vegna starfa sinna á stjórnmálasviðinu og Davíð Oddsson hefur gert.

Ég óska Davíð alls hins besta þótt ég hafi aldrei hitt hann i eigin persónu, einungis sent honum bréf þegar hann var borgarstjóri í den, en vona að vinstri menn reyni nú að finna annað en eina persónu stjórnmálamanns til að argaþrasast í endalaust.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samskiptin við Ólaf alltaf verið eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Davíð er og verður með umdeildustu stjórnmálamönnum Íslands. Hann bar meginábyrgð á mislukkaðri einkavæðingu bankanna og þar með hruninu.

Á að gráta slíkan mann eins og einræðisherrann í N-Kóreu?

Helgi Hjörvar líkti DO við klassískan kommúnistaleiðtoga í Morgunblaðinu fyrir um áratug. Hann reyndist ansi sannspár.

Góðar stundir en án Davíðs.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.12.2011 kl. 01:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðjón.

Það er venjulegt að máltækið " sannleikanum er hver sárreiðstur " og þessi pistill minn er sá sannleikur sem ég sé.

Einkavæðing bankanna var ekki verk eins manns, né heldur að sá hinn sami sæti sem einvaldur hér á landi, til var stjórnarandstaða sem sagði lítið á þeim tíma, afar lítið.

Allt of lítið.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.12.2011 kl. 02:00

3 identicon

Heil og sæl Guðrún María; sem og aðrir gestir, þínir !

Tek í flestu undir; með Guðjóni Sigþóri, hér að ofan. Þrátt fyrir; all djúpa gjá okkar Guðjóns í millum; hugmyndafræðilega.

Hins vegar; hefði Guðjón átt að láta vera, að mæra Helga Hjörvar; systurson minn.

Man ekki betur; en að Helgi væri innvinklaður í spillingar damm þann, sem Davíð Odddson og félagar hans voru frumkvöðlar að, á sínum tíma.

Annarrs; er dapurlegt, hvernig komið er stjórnmálalegu siðferði þínu, hin seinni árin, Guðrún María.

Óbjöguð fylgisspekt þín; við ''Framsóknarflokkinn'' til dæmis, er ekki einleikin, fornvinkona góð.

Vona; að þér takist að sjá ljóstýruna, handan þeirra skugglegu gangna, sem þú átt leið um, þessi misserin.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - öngvu, að síður, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 02:09

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óskar minn og Gleðileg jól, allt er þetta spurning um að lesa milli linanna og taka ekki mark á þeim er gasprar hæst.

góð kveðja.

Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.12.2011 kl. 02:11

5 identicon

Sæl Guðrún get tekið undir flest allt sem þú segir en það er skondið að varla ertu búin að senda pistilinn þegar "Davíðs heilkennið" tekur sig upp hjá mörgum og sama rullan fer í gang.

Ég ætla ekki að halda því fram að Davíð hafi ekki gert mistök á sínum langa ferli, skárra væri það nú og hann hefur sjálfur sagt að eftir á, að hann hefði viljað hafa gert margt öðruvísi en fór. Það er alveg rétt hjá þér að DO er hugaður stjórnmálamaður, fylginn sér og réttsýnn. En umfram allt var hann foringi og skipaði sér í fylkingarbrjóst fremst og tók boðaföllum með fólkinu en stóð ekki aftast og lét aðra taka á sig áföllin eins og Jóhanna og Steingrímur hafa gert alla sína stjórnartíð.

Davíð Oddsson veldur sjúklegri hræðslu hjá mörgum vinstrimönnum af því að hann er hreinn og beinn og meiri málsvari þeirra sem höllum fæti sttanda í þjóðfélaginu en allir þeir sjálfskipuðu málsvarar alþýðunar sem nú eru í stýrishúsinu og í raun hugsa aðeins um eiginn rass.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 09:34

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

„að lesa milli linanna og taka ekki mark á þeim er gasprar hæst“:

Hvað áttu við með þessu flatneskjulega orðalagi Guðrún?

Svona gjálfur er eins og hver önnur froða. Eigum við ekki að setja fram skýrar hugsanir en ekki setja þær fram í einhverri þoku?

Nóg er af ófullkominni framsögn.

„sannleikanum er hver sárreiðstur“: Sennilega sýtur Davíð Oddsson manna mest skammsýn einkavæðing bankanna sé hann ekki þess verr innréttaður í kollinum. 

Hann hefur aldrei sýnt af sér hið minnsta iðrunarmerki opinberlega hvað þá beðið þjóðina afsökunar á þessum flumbrugangi. Hann ásamt Halldóri Ásgrímssyni, Finni Ingóllfssyni , Geir Haarde og ýmsum fleirum forvígismönnum einkavæðingar, hefur valdið þessari þjóð að öllum líkindum meira tjóni en nokkur annar hópur.

Ekki veit eg hvernig þú upplifir sannleikann en svona er raunveruleikinn, því miður. Tjónið er þegar orðið og ekki aftur snúið.

Núverandi ríkisstjórn hefur tekist að mestu að leiða þjóðina út úr þessum ógöngum sem sennilega hvorki Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum hefði ekki tekist. Á þeim bæjum eru braskaranir ráðandi, beint og óbeint.

Alltaf má deila um leiðir en árangurinn er betri en vonir stóðu til.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.12.2011 kl. 09:43

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli það sé ekki vegna þess að hann stendur fast á skoðunum sínum, er fylginn sér, eldklár og menn geta ekki ráðskast með hann og síðast en ekki síst lætur ekki hvern sem er segja sér fyrir verkum, að vinstri menn á Íslandi mega ekki heyra hann nefndann án þess hreinlega að fara á "límingunum"?????

Jóhann Elíasson, 29.12.2011 kl. 11:18

8 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Fyrir mér; er Davíð Oddsson viðlíka skaðvaldur - og Pol Pot reyndist Kambódíumönnum, forðum; huglægt, hvað varðar Davíð - hlutlægt og huglægt Pol Pot, og félögum hans, eystra (1975 - 1979).

Dekur; sumra ykkar, þar á meðal Guðrúnar Maríu síðuhafa, í garð Davíðs Oddssonar, jaðrar við múgsefjun, að vera; ykkur, að segja, gott fólk.

Með; hinum sömu kveðjum, eftir sem áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 12:05

9 identicon

Sæl.

@1:

Það kemur stjórnvöldum ekkert við hvernig nýir eigendur bankanna ráku þá. Margir aðrir bankar víða erlendis hafa farið á hliðina. Vildir þú kannski að stjórnmálamenn séu að segja stjórnendum einkafyrirtækja fyrir verkum? Er það stjórnmálamönnum að kenna að hugsanlega brutu stjórnendur bankanna lög? Ef svo er er það bílaframleiðendum að kenna ef menn keyra drukknir og valda slysi. Ef þér finnst það vera í verkahring stjórnmálamanna að segja einkafyrirtækjum fyrir verkum ættir þú kannski að tala við núverandi stjórnarliða og segja þeim að gera eitthvað varðandi bankana og lán almennings. Hvernig hljómar sú hugmynd?

Hatur sumra á DO er að verða broslegt. Ég ætla ekki að fara að verja hann enda hann fullfær um það sjálfur, hann stóð sig ágætlega sem stjórnmálamaður en illa sem Seðlabankastjóri. Menn verða að líta málefnalega á verk hans og hann eins og aðrir verða að fá að njóta sannmælis. Þú ert kannski sáttur við framgöngu Steingríms og Jóhönnu í Icesave málinu? Ertu sáttur við það hve vel þeim gengur að skapa störf hérlendis?

Hrunið hafði ekkert með einkavæðingu bankanna að gera. Hvaðan heldur þú að íslensku bankarnir hafi fengið allt það fé sem þeir lánuðu hérlendis? Mest fengu þeir erlendis frá og hvaðan fengu þeir bankar sitt fé? Hefur þér aldrei dottið í hug að spyrja hvaðan allir þessir peningar komu sem bankarnir hér lánuðu? Þangað til breyting verður á því ertu dæmdur til að skilja hvorki upp né niður í orsökum hrunsins. Mér skilst að það sé séríslenskt fyrirbæri að kenna stjórnmálaflokkum um hrunið. Olli DO líka hruninu í USA?

Ef við gæfum okkur að þú ættir fyrirtæki í t.d. ferðaþjónustu og hefðir komið þér upp góðu orðspori en svo ákveddir þú að selja fyrirtækið. Nýir eigendur standa sig illa og koma mörgum í klandur og fara svo á hausinn. Hvort berð þú eða nýju eigendurnir ábyrgð? Þú vilt meina, ef þú ætlar að vera sjálfum þér samkvæmur, að þú berir ábyrgð.

Einnig er það afar furðulegt að bera saman DO og látinn einræðisherra í N-Kóreu. Annað hvort er hatur þitt á DO svona magnað eða þekking þín á málum í N-Kóreu svona slæm. Hvort er það?

@8: Veist þú hvað Pol Pot gerði í Kambódíu? Gerði DO það hérlendis? Hvað veldur því að fullorðið fólk segir svona fásinnu?

Helgi (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 14:47

10 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Helgi (nafni minn); kl. 14:47 !

Lastu ekki; mína síðustu athugasemd, drengur ?

Ég átti við huglæg spellvirki Davíðs Oddssonar, á íslenzku samfélagi.

Vill svo til; að ég þekki gjörvalla Íslandssöguna, til þess að geta dregið þær ályktanir, sem duga mættu, til þess að ærlegt fólk sæji, hvers lags ódámur Davíð Oddsson hefir reynst vera, frá öndverðu, gott fólk.

Lestu betur næst; áður en þú hreytir skömmum í mig - eða þá, aðra, nafni minn góður.

Sömu kveðjur - sem seinustu; öngvu að síður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 15:14

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll aftur Guðjón Sigþór.

Af hverju fór Samfylkingin í stjórn með Geir Haarde ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.12.2011 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband