Jólavangaveltur.
Þriðjudagur, 27. desember 2011
Jól og áramót eru ætíð tími íhugunar, maður lítur yfir farinn veg og veltir því fyrir sér sem framtíðin kann að bera í skauti sínu.
Árið sem er að líða hefur sérstakt fyrir mig að því leytinu til að hafa verið að leita að betri heilsu með hverjum þeim aðferðum sem þekktar eru, eftir slysfarir á fyrra ári.
Það er alltaf eitthvað verkefni sem lífið færir manni í fang, hvers eðlis sem er, mér sem öðrum en viðhorf manns gagnvart aðstæðum hvers konar skiptir miklu máli á öllum tímum.
Við Íslendingar getum enn sem komið er þakkað fyrir afskaplega margt sem telja verður til lifsgæða, þótt misskipting auðs sé enn til staðar hér á landi sem annars staðar í veröld vorri.
Aldrei skyldum við hætta leitinni að betri aðferðum til hagsbóta fyrir okkur mannfólkið og ef við viljum hafa áhrif á okkar nánasta umhverfi þá þarf að taka þátt í ákvarðanatöku um slíkt.
Sama máli gildir um stjórnmálasviðið hér á landi, ef þú vilt breytingar, þá verður þú sjálf/ur að reyna að leggja eitthvað af mörkum til þess hins sama.
Sjálf er ég sátt við mína þáttöku í því efni að mestu leyti, en veit að hvetja þarf ungu kynslóðina til þess að taka þátt í slíku, því þeirra er framtíðin.
Jólin eru annars tími kærleika sem við mættum rækta mun meira árið allt um kring, því kærleikurinn er lífsins ljós.
Von um hið góða, gefur bænin að kveldi.
kv.Guðrún Maria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður og vel skrifaður pistill og ætti að fá marga til að staldra við og líta í eigin barm á þessum tímamótum.
Jóhann Elíasson, 27.12.2011 kl. 07:41
Þegar allt kemur til alls Guðrún María mín þá er heilsan okkur það verðmætasta sem til er. Vonandi nærðu góðum bata á nýju ári. Tek annars undir orð Jóhanns hér að ofan góður pistill fyrir okkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.