Er veraldleg fátækt, andlegt ríkidæmi ?
Laugardagur, 17. desember 2011
Mitt svar við þeirri spurningu er já, en vissulega má á milli sjá hversu mjög illa fólk er sett hvað fátæktina varðar.
Láglaunafólk á Íslandi hefur verið nokkuð langt frá því að geta leyft sér stóran hluta af því sem svokölluð millistétt í tekjum hér á landi hefur verið þess umkomin að viðhafa, lengst af.
Mismunurinn milli annars vegar millitekjuhópa og hátekjufólks hins vegar, hefur svo aftur verið eitt stykki önnur gjá tekjulega, lengst af.
Við höfum búið við misskiptingu tekna sem aldrei fyrr síðustu tvo áratugi hér á landi, með tilheyrandi vandamálum jaðarhópa í því efni.
Núverandi atvinnuleysi hér á landi hefur raskað þessum hlutföllum eitthvað millum hópa í samfélaginu að þvi ég tel, hins vegar er það svo að viðhorf okkar sjálfra gagnvart eigin aðstæðum hverjar svo sem þær eru hverju sinni skiptir meginmáli.
Ef maður eyðir öllum dögum í það að ergja sig yfir því hvað næsti maður getur en maður sjálfur ekki þá áskapar það eðli máls samkvæmt sífellda vanlíðan.
Það er tilgangslaus tímasóun en hins vegar algengt því miður, því öfundin er ein tegund af eðli mannsins og samanburðarhagfræðin eitthvað sem yfir dynur alla daga á einhvern handanna máta.
Við kaupum ekki kærleikann fyrir peninga, kærleikurinn er eitthvað sem þarf að rækta í mannlegum samskiptum fjölskyldu og vina.
Jólin eru tími sáningar þess hins sama kærleika.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.